Fjölmenningarráð - Fundur nr. 56

Fjölmenningarráð

Ár 2022, þriðjudaginn 25. október, var haldinn 56. fundur fjölmenningarráðs Reykjavíkurborgar.  Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 15.03. Fundinn sátu Magnea Gná Jóhannsdóttir, Christina Anna Milcher.  Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundabúnaði með vísan í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar varðandi fjarfundaheimild: Jórunn Pála Jónsdóttir. Einnig sátu fundinn Anna Kristinsdóttir. Joanna Marcinkowska ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

 1. Fram fer kynning á fjölmenningarlegu skóla- og frístundastarfi í Reykjavík. SFS22100034

  Dröfn Rafnsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

  -    Kl. 15:17 tekur Shelagh Smith sæti á fundinum.
  -    kl. 15:26 tekur Maria Sastre sæti á fundinum.

  Fjölmenningarráð leggur fram svohljóðandi bókun:

  Mikil þekking og faglegt starf er í skólakerfi Reykjavíkurborgar varðandi móttöku barna af erlendu uppruna. Eins og fram kemur í minnisblaði um fjölmenningarleg skóla og frístundastarf í Reykjavík frá sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs horfir fram á áframhaldandi fjölgun flóttabarna út næsta ár. Reykjavíkurborg mun að óbreyttu bera nánast allan samfélagslegan tilkostnað af kennslu íslensku og móttöku þeirra bæði hvað varðar skólastarf og félagslega inngildingu. Reykjavíkurborg er eina sveitarfélagið á landinu sem fær ekki úthlutað úr Jöfnunarsjóði vegna kennslu í ísl2 í grunnskólum. Fjölmenningarráð tekur undir þau sjónarmið sem fram koma í minnisblaðinu að það er mikilvægt jafnréttismál fyrir þessi börn, og hagsmunamál fyrir samfélagið, að ríkisvaldið tryggi nægjanlegt fjármagn með hverju flóttabarni til þess að gera sveitarfélögum kleift að sinna börnum á flótta og veita þeim nauðsynlega þjónustu og stuðning.

  Fylgigögn

 2. Fram fer kynning stýrihóps um mótun stefnu í virknimálum. VEL22070012

  Þorvaldur Daníelsson taki sæti á fundinum undir þessum lið.

  Fylgigögn

 3. Lögð fram drög að ályktun fjölmenningarráðs vegna íslenskunáms að kvöldi til á háskólastigi. MSS22100210
  Samþykkt. 

  Fylgigögn

 4. Fram fer umræða um störf fjölmenningarráðs 2023. MSS22100206
  Frestað.

 5. Fram fer kynning um ráðstefnuna  Placemaking Week sem fram fór í Pontevedra á Spáni september 2022. MSS22100204

  Fylgigögn

Fundi slitið kl. 16:50

Magnea Gná Jóhannsdóttir
Jórunn Pála Jónsdóttir
Maria Sastre
Christina Anna Milcher
Shelagh Smith

Magnea Gná Jóhannsdóttir Jórunn Pála Jónasdóttir

Maria Sastre Christina Anna Milcher

Shelagh Smith

PDF útgáfa fundargerðar
56. Fundargerð fjölmenningarráðs frá 25. október 2022.pdf