Fjölmenningarráð - Fundur nr. 55

Fjölmenningarráð

Ár 2022, þriðjudaginn 27. september, var haldinn 55. fundur fjölmenningarráðs Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl.15.05. Fundinn sátu Magnea Gná Jóhannsdóttir, Christina Anna Milcher og Maria Sastre.  Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundabúnaði með vísan í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar varðandi fjarfundaheimild: Jórunn Pála Jónsdóttir og Margaret Johnson. Einnig sátu fundinn Elísabet Pétursdóttir og Muhammed Emin Kizilkaya. Guðný Bára Jónsdóttir ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 8. júní 2022, um að Magnea Gná Jóhannsdóttir og Helgi Áss Grétarsson taka sæti sem aðalfulltrúar og Unnur Þöll Benediktsdóttir og Egill Þór Jónsson til vara í fjölmenningarráði 2022- 2026. Formaður er Magnea Gná Jóhannsdóttir. MSS22060054

    Fylgigögn

  2. Lagt fram bréf Sameykis, dags. 24. ágúst 2022, um að Christina Anna Milcher taki sæti sem aðalfulltrúi í fjölmenningarráði 2022-2026. MSS22070011

    Fylgigögn

  3. Lagt fram bréf Samtaka um Móðurmál, dags. 19. júlí 2022, um að Milan Chang taki sæti sem aðalfulltrúi og Maria Sastre til vara í fjölmenningarráði 2022-2026 MSS22070011

    Fylgigögn

  4. Lagt fram bréf Samtaka kvenna af erlendum uppruna á Íslandi, dags. 15. ágúst 2022, um að Shelagh Smith taki sæti sem aðalfulltrúi og Margaret Johnson til vara í fjölmenningarráði 2022-2026. MSS22070011

    Fylgigögn

  5. Lagt er til að Helgi Áss Grétarsson verði kosinn varaformaður fjölmenningarráðs. MSS22090147

    Samþykkt.

  6. Lagt fram fundardagatal fjölmenningarráðs 2022-2023. MSS22090148

    Fylgigögn

  7. Fram fer umræða um verkefni fjölmenningarráðs . MSS22090171

  8. Fram fer kynning velferðarsviðs á samræmdri móttöku flóttafólks í Reykjavík. MSS22090172

    Jasmina Vajzovic Crnac tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

  9. Fram fer kynning á verkefninu Sendiherrar í Breiðholti. MSS22090175

    Jóhannes Guðlaugsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

Magnea Gná Jóhannsdóttir Maria Sastre

PDF útgáfa fundargerðar
55. Fundargerð fjölmenningarráðs frá 27. september 2022.pdf