Fjölmenningarráð - Fundur nr. 51

Fjölmenningarráð

Ár 2022, mánudaginn 21. febrúar, var haldinn 51. fundur fjölmenningarráðs Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 15.02. Fundinn sat Sabine Leskopf. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundabúnaði með vísan í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar varðandi fjarfundaheimild: Shelagh Smith, Christina Anna Milcher og Renata Emilsson Peskova. Einnig sat fundinn Anna Kristinsdóttir.

Elísabet Pétursdóttir ritaði fundargerð.

 

Þetta gerðist:

  1. Fram fer kynning á aðgerðaráætlun Reykjavíkurborgar gegn ofbeldi 2022 - 2024. MSS22010193 

    Halldóra Dýrleifar Gunnarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. 

    Fylgigögn

  2. Lagt fram bréf þjónustu- og nýsköpunarsviðs dags. 16. febrúar 2022, þar sem óskað er eftir umsögn fjölmenningarráðs um drög að endurskoðaðri þjónustustefnu Reykjavíkurborgar og drög að aðgerðaráætlun. ÞON21070032

    Samþykkt að fela formanni fjölmenningarráðs að vinna umsögn í samráði við fulltrúa ráðsins fyrir 10. mars 2022. 

    Fylgigögn

  3. Fram fer umræða um drög að samantekt fjölmenningarráðs um starf ráðsins 2018 - 2022. MSS22020182

  4. Fram fer umræða um undirbúning fyrir opinn fund fjölmenningarráðs vor 2022, um kosningaþátttöku fyrir sveitastjórnarkosningar 14. maí 2022. MSS22010112

Fundi slitið klukkan 15:48

Sabine Leskopf

PDF útgáfa fundargerðar
51._fundargerd_fjolmenningarrads_fra_21._februar_2022.pdf