Fjölmenningarráð - Fundur nr. 50

Fjölmenningarráð

Ár 2022, mánudaginn 10. janúar, var haldinn 50. fundur fjölmenningarráðs Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl.15.00. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundabúnaði með vísan í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar varðandi fjarfundaheimild: Sabine Leskopf, Hildur Björnsdóttir, Shelagh Smith, Christina Anna Milcher og Renata Emilsson Peskova.

Anna Kristinsdóttir ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Fram fer kynning á verkefninu íslenskuver skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. R20120136 

    Dagbjört Ásbjörnsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði. 

    Fylgigögn

  2. Lögð fram umsögn fjölmenningarráðs dags. 5. janúar 2022, um drög að atvinnu- og nýsköpunarstefnu Reykjavíkurborgar til 2030. R20120043

    Samþykkt. 

    Fylgigögn

  3. Fram fer umræða um undirbúning fyrir opinn fund fjölmenningarráðs vor 2022 um áherslur stjórnmálaflokka fyrir sveitastjórnarkosningar 14. maí 2022. MSS22010112

Fundi slitið klukkan 15:58

Sabine Leskopf Hildur Björnsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
50._fundargerd_fjolmenningarrads_fra_10._januar_2022.pdf