Fjölmenningarráð
Ár 2016, fimmtudaginn 17. mars var haldinn 5. fundur fjölmenningaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl.10.05. Fundinn sátu Tomasz Chrapek, Zoë Robert, Marina de Quintanilha e Mendonça, Grazyna Maria Okuniewska og Paul Fontaine. Einnig sátu fundinn Anna Kristinsdóttir og Joanna Marcinkowska sem var fundarritari.
Þetta gerðist:
1. Fram fer umræða um fjölmenningardag Reykjavíkurborgar 2016 sem verður haldinn 28. maí í Hörpu. Jóna Vigdís Kristinsdóttir verkefnastjóri mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar tekur sæti á fundinum undir þessum lið. Stefnt er að því að taka umræðu um breytingu á fyrirkomulagi fjölmenningardags á Fjölmenningarþingi sem haldið verður í haust.
2. Lagt fram bréf frá skrifstofu borgarstjórnar um kosningu í fjölmenningarráð. R15010243
3. Lagt fram bréf frá skrifstofu borgarstjórnar varðandi tillögu um átak til að efla upplýsingamiðlun til innflytjenda á heimasiðu Reykjavíkurborgar. R15110247
Bókun fjölmenningarráðs:
Fjölmenningarráð óskar eftir því að breytt verði tungumálamerki á vefsíðu www.reykjavik.is yfir alþjóðalegra merki sem er núna bara enska.
4. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar um opna fundi borgarstjórnar árið 2016. R16010250
5. Fjölmenningarráð leggur til að fjölmenningarþing Reykjavíkurborgar verði haldið 12. nóvember 2016. Tillögunni vísað til mannréttindarráðs Reykjavíkurborgar.
6. Lagt fram bréf frá skrifstofu borgarstjórnar um notkun fjarfundabúnaðar á fundum ráða og nefnda. R16010250
7. Fram fer umræða um fundartíma fjölmenningarráðs á árinu 2016.
8. Lögð fram drög af bréfi varðandi niðurstöður fjölmenningarþings 2014. Sent verður bréf á öll fagráð Reykjavíkurborgar til að kynna niðurstöður þingsins.
9. Fram fór umræða um starfið framundan.
Fundi slitið kl. 11.13
Tomasz Chrapek
Zoë Robert Grazyna Maria Okuniewska
Marina de Quintanilha e Mendonça Paul Fontaine