Fjölmenningarráð
Ár 2021, mánudaginn 13. desember, var haldinn 49. fundur fjölmenningarráðs Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl.15.09. Fundinn sat: Sabine Leskopf. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundabúnaði með vísan í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar varðandi fjarfundaheimild: Hildur Björnsdóttir, Shelagh Smith, Christina Anna Milcher og Renata Emilsson Peskova.
Elísabet Pétursdóttir ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
-
Lagt fram bréf Sameykis dags. 2. desember 2021, þar sem fram kemur að Christina Anna Milcher tekur sæti sem fulltrúi Sameykis í fjölmenningarráði í stað Nick Ward. R21010114
Fylgigögn
-
Lagt fram til upplýsingar fundadagatal fjölmenningarráðs vor 2022. R21010113
Fylgigögn
-
Lögð fram umsögn fjölmenningarráðs dags. 22. nóvember 2021, um drög að aðgerðaráætlun Reykjavíkurborgar gegn ofbeldi 2021-2023. R2101020
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjóra og borgarritara dags. 7. desember 2021, með umsagnarbeiðni til fjölmenningarráðs um atvinnu- og nýsköpunarstefnu Reykjavíkurborgar til 2030.
Samþykkt að fela Sabine Leskopf að vinna drög að umsögn um stefnuna í samvinnu við fjölmenningarráð, fyrir næsta fund ráðsins þann 10. janúar 2022.- Kl. 15.20 tekur Renata Emilsson Peskova sæti á fundinum og aftengist fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
-
Lögð fram svör menningar- og ferðamálasviðs dags. 8. desember sl., umhverfis- og skipulagssviðs dags. 17. nóvember sl., fjármála- og áhættustýringarsviðs 5. nóvember sl. og þjónustu- og nýsköpunarsviðs dags. 15. nóvember sl., við fyrirspurn fjölmenningarráðs um íslenskukennslu fyrir starfsfólk Reykjavíkurborgar, sbr. 6. lið fundargerðar fjölmenningarráðs frá 8. nóvember 2021.
Fylgigögn
Fundi slitið klukkan 15:42
Sabine Leskopf Hildur Björnsdóttir
PDF útgáfa fundargerðar
fjolmenningarrad_1312.pdf