Fjölmenningarráð - Fundur nr. 48

Fjölmenningarráð

Ár 2021, mánudaginn 8. nóvember, var haldinn 48. fundur, fjölmenningarráðs Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 15:03. Fundinn sátu: Sabine Leskopf. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundabúnaði með vísan  í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar varðandi fjarfundaheimild: Margaret Johnson, Hildur Björnsdóttir og Renata Emilsson Peskova. Einnig sat fundinn Anna Kristinsdóttir með fjarfundabúnaði. 

Þetta gerðist:

  1. Fram fer kynning á vef Reykjavíkurborgar – þýðingar og upplýsingar fyrir nýja íbúa. R19010057

    Fjölmenningarráð leggur fram svohljóðandi bókun:

    Fjölmenningarráðið þakkar fyrir kynninguna og bendir á mikilvægi þess að þjónusta borgarinnar sé aðgengileg fyrir pólskumælandi íbúa borgarinnar sem er fjölmennasta hópur íbúa af erlendum uppruna. Nauðsyn þess að tryggja upplýsingagjöf á pólsku er fest í gildandi stefnumótun Reykjavíkurborgar, sér í lagi mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar, stefnu Reykjavíkurborgar í málefnum innflytjenda, flóttafólks og hælisleitenda sem og málstefnu Reykjavíkurborgar.

    Ólafur Sólimann Helgason og Einar Haukur Jóhannesson taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði. 

    Fylgigögn

  2. Fram fer kynning á stöðu aðgerða í stefnu Reykjavíkurborgar í málefnum innflytjenda, flóttafólks og hælisleitenda 2018 - 2022. R17060134.

    Guðný Bára Jónsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði. 

    Fylgigögn

  3. Lögð fram drög að aðgerðaáætlun Reykjavíkurborgar gegn ofbeldi 2021 - 2023, dags. 13. október 2021. R2101020.

    Samþykkt að fela formanni fjölmenningarráðs að klára umsögn um drög að aðgerðaáætlun Reykjavíkurborgar gegn ofbeldi 2021-2023, í samræmi við umræðu fundarins.

    Fylgigögn

  4. Fram fer umræða um starf fjölmenningarráðs vor 2022. R21010113

  5. Lagt fram svar íþrótta- og tómstundasvið dags, 21. október 2021, við bókun fjölmenningarráðs um íslenskukennslu fyrir starfsfólk Reykjavíkurborgar, sbr. 6 lið fundargerðar fjölmenningarráðs frá 13. september. R21010116

    Fylgigögn

  6. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn fjölmenningarráðs:

    Óskað er svara frá sviðum borgarinnar við eftirfarandi spurningum um fyrirkomulag og stöðu íslenskukennslu fyrir starfsfólk: Fær starfsfólk upplýsingar um íslenskunám sem er í boði fyrir það samkvæmt stefnumótun? Fær starfsfólk tækifæri til að sækja íslenskunám á vinnutíma? Er íslenskunám starfstengt og leiðir það til starfs- og launaþróunar? R21010116

    Vísað til umsagnar velferðasviðs, fjármála- og áhættustýringarsviðs, menningar- og ferðamálasviðs, skóla- og frístundasviðs, umhverfis- og skipulagssviðs, velferðarsviðs og Þjónustu- og nýsköpunarsviðs.

Fundi slitið klukkan 16:22

Sabine Leskopf Hildur Björnsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
fjolmenningarrad_0811.pdf