Fjölmenningarráð
Ár 2021, mánudaginn 13. september, var haldinn 46. fundur, fjölmenningarráðs Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn í fjarfundi í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 15:01. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundabúnaði með vísan til heimilda í auglýsingu nr. 230/2020 um ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra skv. VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011: Sabine Leskopf, Shelagh Smith og Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir. Einnig sat fundinn Anna Kristinsdóttir með fjarfundabúnaði.
Achola Otieno ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
-
Lagt fram bréf frá WOMEN, dags. 13. september 2021, um að Shelagh Smith taki sæti í fjölmenningarráði í stað Andie Sophia Fontaine. R21010114
Fylgigögn
-
Lögð fram umsögn fjölmenningarráðs Reykjavíkurborgar dags, 30. ágúst 2021, um lýðræðisstefnu Reykjavíkurborgar 2021-2030. R18010207
Fylgigögn
-
Lögð fram umsögn fjölmenningarráðs Reykjavíkurborgar, dags 10. ágúst 2021, um tillögu stýrihóps um innleiðingu íbúaráða. R19100342
Fylgigögn
-
Lögð fram umsögn fjölmenningarráðs Reykjavíkurborgar dags, 31. ágúst 2021, um menningarstefnu Reykjavíkurborgar 2021-2030. R21080014
Fylgigögn
-
Fram fer umræður að aðgerðir um túlka- og þýðingarþjónustu í stefnu Reykjavíkurborgar í málefnum innflytjenda, flóttafólks og umsækjanda um alþjóðalega vernd 2018-2022. R19100342
- Kl. 15.30 tekur Renata Emilsson Peskova sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
-
Fram fer kynning á verkefninu íslenskukennsla fyrir starfsfólk Reykjavíkurborgar. R20110116
Fjölmenningarráð leggur fram svohljóðandi bókun:
Fjölmenningarráð þakkar fyrir góða kynningu á fyrirkomulagi og stöðu íslenskukennslunnar fyrir starfsfólk með annað móðurmál. Íslenskukennsla til starfsfólks, og það helst á vinnutíma, er samþykkt stefnumótun borgarinnar sbr. mannréttindastefnu. gr. 9.2.3 „Fólki af erlendum uppruna er gefinn kostur á starfstengdu íslenskunámi og fær fræðslu um starfsáætlun og þjónustumarkmið vinnustaðarins. Tryggja skal að starfsfólk viti af þessu námstilboði.“ Útskýrður launamunur á grundvelli ríkisfangs er 17% og óútskýrður launamunur er 3% og þar skiptir miklu máli að starfsfólk fái tækifæri að bæta starfstengdu íslenskukunnáttu sína. Ráðið mun í framhaldi af kynningunni senda fyrirspurnir til allra sviða borgarinnar til að afla upplýsingar um fyrirkomulag og stöðu í þessum málaflokki.
Irina Ogurtsova og Ásta Bjarnadóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
Sabine Leskopf
PDF útgáfa fundargerðar
fjolmenningarrad_1309.pdf