Fjölmenningarráð
Ár 2021, mánudaginn 23. ágúst, var haldinn 45. fundur, fjölmenningarráðs Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn í fjarfundi í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 15:01. Fundinn Sátu: Sabine Leskopf. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundabúnaði með vísan til heimilda í auglýsingu nr. 230/2020 um ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra skv. VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011: Renata Emilsson Peskova, og Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir.
Achola Otieno ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 12. ágúst 2021, um samþykkt borgarstjórnar á tillögu um heimildir til frávika frá skilyrðum sveitarstjórnarlaga vegna neyðarástands í sveitarfélagi m.a. vegna notkun fjarfundabúnaðar, ásamt fylgiskjölum. R18060129
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf fundar borgarstjórnar dags. 15. júní 2021 þar sem samþykkt var að Jórunn Pála Jónsdóttir taki sæti sem varamaður í fjölmenningarráði í stað Ragnhildar Öldu Vilhjálmsdóttur. R18060104
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf Sameykis dags. 16. ágúst 2021, þar sem Nick Ward tekur sæti sem aðalfulltrúi í fjölmenningarráði í stað Tui Hirv. R21010114
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf menningar- og ferðamálsviðs dags. 5. ágúst 2021, um umsagnarbeiðni um drög að menningarstefnu Reykjavíkurborgar 2021-2030. R21080014
Samþykkt að fela formanni fjölmenningarráðs að klára umsögn fjölmenningarráðs um drög að menningarstefnu Reykjavíkurborgar 2021-2030, í samræmi við umræðu fundarins.
- Kl. 15.20 tekur Anna Kristinsdóttir sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði.
- Kl. 15.30 tekur Shelagh Smith sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði.Signý Leifsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf mannréttinda - og lýðræðisskrifstofu dags. 17. ágúst 2021, um umsagnarbeiðni um drög að lýðræðisstefnu Reykjavíkurborgar 2021-2030. R18010207
Samþykkt að fela formanni fjölmenningarráðs að klára umsögn fjölmenningarráðs um drög að lýðræðisstefnu Reykjavíkurborgar 2021-2030, í samræmi við umræðu fundarins.
Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf mannréttinda - og lýðræðisskrifstofu dags. 3. ágúst 2021, um umsagnarbeiðni um tillögu stýrihóps um innleiðingu íbúaráða. R19100342
Samþykkt að fela formanni fjölmenningarráðs að klára umsögn um tillögu stýrihóps um innleiðingu íbúaráða í samræmi við umræðu fundarins.
Fylgigögn
-
Lögð fram umsögn fjölmenningarráðs dags. 23. júní 2021, um Heilsuborgina Reykjavík - lýðheilsustefnu Reykjavíkurborgar til 2030. R19110027
Fylgigögn
Fundi slitið klukkan 16:50
Sabine Leskopf
PDF útgáfa fundargerðar
fjolmenningarrad_2308.pdf