Fjölmenningarráð - Fundur nr. 45

Fjölmenningarráð

Ár 2021, mánudaginn 23.  ágúst, var haldinn 45. fundur, fjölmenningarráðs Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn í fjarfundi í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 15:01. Fundinn Sátu: Sabine Leskopf. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundabúnaði með vísan til heimilda í auglýsingu nr. 230/2020 um ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra skv. VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011: Renata Emilsson Peskova, og Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir.

Achola Otieno ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 12. ágúst 2021, um samþykkt borgarstjórnar á tillögu um heimildir til frávika frá skilyrðum sveitarstjórnarlaga vegna neyðarástands í sveitarfélagi m.a. vegna notkun fjarfundabúnaðar, ásamt fylgiskjölum. R18060129

    Fylgigögn

  2. Lagt fram bréf fundar borgarstjórnar dags. 15. júní 2021 þar sem samþykkt var að Jórunn Pála Jónsdóttir taki sæti sem varamaður í fjölmenningarráði í stað Ragnhildar Öldu Vilhjálmsdóttur. R18060104

    Fylgigögn

  3. Lagt fram bréf Sameykis dags. 16. ágúst 2021, þar sem Nick Ward  tekur sæti sem aðalfulltrúi í fjölmenningarráði í stað Tui Hirv. R21010114

    Fylgigögn

  4. Lagt fram bréf menningar- og ferðamálsviðs dags. 5. ágúst 2021, um umsagnarbeiðni um drög að menningarstefnu Reykjavíkurborgar 2021-2030. R21080014

    Samþykkt að fela formanni fjölmenningarráðs að klára umsögn fjölmenningarráðs um drög að menningarstefnu Reykjavíkurborgar 2021-2030, í samræmi við umræðu fundarins. 

    -    Kl. 15.20 tekur Anna Kristinsdóttir sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði. 
    -    Kl. 15.30 tekur Shelagh Smith sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði.

    Signý Leifsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði. 

    Fylgigögn

  5. Lagt fram bréf mannréttinda - og lýðræðisskrifstofu dags. 17. ágúst 2021, um umsagnarbeiðni um drög að lýðræðisstefnu Reykjavíkurborgar 2021-2030. R18010207

    Samþykkt að fela formanni fjölmenningarráðs að klára umsögn fjölmenningarráðs um drög að lýðræðisstefnu Reykjavíkurborgar 2021-2030, í samræmi við umræðu fundarins.  

    Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði. 

    Fylgigögn

  6. Lagt fram bréf mannréttinda - og lýðræðisskrifstofu dags. 3. ágúst 2021, um umsagnarbeiðni um tillögu stýrihóps um innleiðingu íbúaráða. R19100342

    Samþykkt að fela formanni fjölmenningarráðs að klára umsögn um tillögu stýrihóps um innleiðingu íbúaráða í samræmi við umræðu fundarins.

    Fylgigögn

  7. Lögð fram umsögn fjölmenningarráðs dags. 23. júní 2021, um Heilsuborgina Reykjavík - lýðheilsustefnu Reykjavíkurborgar til 2030. R19110027

    Fylgigögn

Fundi slitið klukkan 16:50

Sabine Leskopf

PDF útgáfa fundargerðar
fjolmenningarrad_2308.pdf