Fjölmenningarráð - Fundur nr. 44

Fjölmenningarráð

Ár 2021, mánudaginn 14. júní, var haldinn 44. fundur fjölmenningarráðs Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 15:01. Fundinn sátu: Sabine Leskopf og Tui Hirv. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundabúnaði með vísan til heimilda í auglýsingu nr. 230/2020 um ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra skv. VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011: Kriselle Lou Suson og Hildur Björnsdóttir. Einnig sat fundinn Anna Kristinsdóttir með fjarfundabúnaði.

Achola Otieno ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Fram fer kynning á Virknihúsi velferðarsviðs. R20060016

    Þóra Kemp og Guðlaug Jóna Hilmarsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði. 

    Fylgigögn

  2. Fram fer  kynning á tilraunaverkefninu frístundir í Breiðholti. R20090068

    Þráinn Hafsteinsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

    Fylgigögn

  3. Lögð fram drög að Heilsuborgin Reykjavík - Lýðheilsustefnu Reykjavíkurborgar til 2030. R19110027 

    Samþykkt að fela formanni fjölmenningarráðs að skila umsögn í nafni ráðsins, um Heilsuborgina Reykjavík - Lýðheilsustefnu Reykjavíkurborgar til 2030, í samræmi við umræðu fundarins. 

    Fylgigögn

  4. Fram fer kynning á stöðu aðgerða í málefnum innflytjenda í Aðgerðaráætlun í mannréttinda-og lýðræðismálum 2019-2023. R2008009 

    Fylgigögn

Fundi slitið klukkan 16:30

Sabine Leskopf Hildur Björnsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
fjolmenningarrad_1406.pdf