Fjölmenningarráð - Fundur nr. 43

Fjölmenningarráð

Ár 2021, mánudaginn 10. maí, var haldinn 43. fundur fjölmenningarráðs Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi og hófst kl. 15:00. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan til heimilda í auglýsingu nr. 230/2020 um ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra skv. VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011: Sabine Leskopf, Tui Hirv, Renata Emilsson Peskova og Hildur Björnsdóttir. Einnig sat fundinn Anna Kristinsdóttir. 
Achola Otieno ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Fram fer kynning á Ráðgjafarstofu fyrir innflytjendur, New in Iceland. R21050096

    Joanna Marcinkowska tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

    -    Kl. 15:25 tekur Andie Sophia Fontaine sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði.

    Fylgigögn

  2. Fram fer kynning á vef Reykjavíkurborgar. R21050095

    Eiríkur Haukur Jóhannesson og Anna Kolbrún Jensen taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

    Fylgigögn

  3. Lögð fram umsögn fjölmenningarráðs dags. 12. apríl 2021, um tillögu til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda fyrir árin 2021-2024, 87. mál/ 2021. R21040080

    Fylgigögn

  4. Lögð fram  umsögn fjölmenningarráðs dags. 20. apríl 2021, um drög að velferðarstefnu Reykjavíkurborgar til 2030. R21040016 

    Fylgigögn

  5. Lögð fram umsögn Reykjavíkurborgar dags. 6. apríl 2021, um frumvarp til laga um breytingu á lögum um útlendinga og lögum um atvinnuréttindi útlendinga (alþjóðleg vernd, brottvísanir, dvalar- og atvinnuleyfi), 602. mál. R21030222

    Fylgigögn

Fundi slitið klukkan 16:10

Sabine Leskopf Hildur Björnsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
fjolmenningarrad_1005.pdf