Fjölmenningarráð
Ár 2021, mánudaginn 10. maí, var haldinn 43. fundur fjölmenningarráðs Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi og hófst kl. 15:00. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan til heimilda í auglýsingu nr. 230/2020 um ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra skv. VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011: Sabine Leskopf, Tui Hirv, Renata Emilsson Peskova og Hildur Björnsdóttir. Einnig sat fundinn Anna Kristinsdóttir.
Achola Otieno ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
-
Fram fer kynning á Ráðgjafarstofu fyrir innflytjendur, New in Iceland. R21050096
Joanna Marcinkowska tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
- Kl. 15:25 tekur Andie Sophia Fontaine sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
-
Fram fer kynning á vef Reykjavíkurborgar. R21050095
Eiríkur Haukur Jóhannesson og Anna Kolbrún Jensen taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
-
Lögð fram umsögn fjölmenningarráðs dags. 12. apríl 2021, um tillögu til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda fyrir árin 2021-2024, 87. mál/ 2021. R21040080
Fylgigögn
-
Lögð fram umsögn fjölmenningarráðs dags. 20. apríl 2021, um drög að velferðarstefnu Reykjavíkurborgar til 2030. R21040016
Fylgigögn
-
Lögð fram umsögn Reykjavíkurborgar dags. 6. apríl 2021, um frumvarp til laga um breytingu á lögum um útlendinga og lögum um atvinnuréttindi útlendinga (alþjóðleg vernd, brottvísanir, dvalar- og atvinnuleyfi), 602. mál. R21030222
Fylgigögn
Fundi slitið klukkan 16:10
Sabine Leskopf Hildur Björnsdóttir
PDF útgáfa fundargerðar
fjolmenningarrad_1005.pdf