Fjölmenningarráð - Fundur nr. 42

Fjölmenningarráð

Ár 2021, mánudaginn 12. apríl, var haldinn 42. fundur fjölmenningarráðs Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi og hófst kl. 15:01. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundabúnaði með vísan til heimilda í auglýsingu nr. 230/2020 um ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra skv. VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011: Sabine Leskopf, Andie Sophia Fontaine, Tui Hirv,  Renata Emilsson Peskova og Hildur Björnsdóttir. Einnig sat fundinn Anna Kristinsdóttir.
Achola Otieno ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Fram fer kynning á aðgerðum til að bæta íslenskukunnáttu barna með annað móðurmál en íslensku. R21010116

    Fjölmenningarráð leggur fram svohljóðandi bókun:

    Ráðið þakkar fulltrúum skóla- og frístundasviðs fyrir ítarlega kynningu á þeim aðgerðum sem samþykktar voru til að bæta íslenskukunnáttu barna með annað móðurmál en íslensku. Ráðið fagnar þessum umfangsmiklum aðgerðum sem eru til mikilla bóta fyrir þennan málaflokk. Varðandi foreldrasamstarf og aðgerð um að taka saman orðalista um skólaorðaforða á fleiri tungumálum vill ráðið einnig benda á að búið er að vinna slíka lista á nokkrum stöðum, bæði í skólum en einnig í öðrum verkefnum eins og „Sure I can“ og vert væri að nýta þessa vinnu þar.

    Dagbjört Ásbjörnsdóttir og Saga Stephensen taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

    Fylgigögn

  2. Lagt  fram bréf borgarstjóra dags. 21. febrúar 2021, ásamt lokaskýrslu starfshóps um börn innflytjenda í Reykjavík. R19100031

    Dagbjört Ásbjörnsdóttir og Saga Stephensen taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

    Fylgigögn

  3. Lagt fram bréf velferðarsviðs dags. 21. mars 2021 , með beiðni um umsögn fjölmenningarráðs  um drög að velferðarstefnu til 2030. R21040016

    Samþykkt að fela formanni fjölmenningarráðs að skila umsögn fjölmenningarráðs um velferðarstefnu Reykjavíkurborgar í samræmi við umræðu fundarins.

    Fylgigögn

  4. Fram fer kynning á drögum að aðgerðaráætlun Reykjavíkurborgar gegn ofbeldi 2021-2023. R21010206 

    Halldóra Dýrleifar Gunnarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

    Fylgigögn

  5. Lögð fram drög að umsögn fjölmenningarráðs dags. 25 mars 2021, um tillögu til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda fyrir árin 2021-2024. 87. mál/ 2021.  R21040080

    Samþykkt að fela formanni fjölmenningarráðs að klára umsögn fjölmenningarráðs um tillögu til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda fyrir árin 2021-2024, í samræmi við umræðu fundarins.

    Fylgigögn

Fundi slitið klukkan 16:52

Sabine Leskopf Hildur Björnsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
fjolmenningarrad_1204.pdf