Fjölmenningarráð - Fundur nr. 40

Fjölmenningarráð

Ár 2021, mánudaginn 8. febrúar, var haldinn 40. fundur fjölmenningaráðs Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi og hófst kl. 15.05. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundabúnaði með vísan til heimilda í auglýsingu nr. 230/2020 um ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra skv. VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011: Sabine Leskopf, Tui Hirv, Andie Sophia Fontaine og Renata Emilsson Peskova. Einnig sat fundinn Anna Kristinsdóttir með fjarfundarbúnaði.
Achola Otieno ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Fram fer kynning á vef Reykjavíkurborgar. R19010057

    Eiríkur Haukur Jóhannesson og Anna Kolbrún Jensen taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

    Fylgigögn

  2. Fram fer kynning á drögum að Alþjóðastefnu Reykjavíkurborgar til 2030. R21010287

    Samþykkt að fela formanni fjölmenningarráðs og starfsmanni mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu að útbúa umsögn um Alþjóðastefnu Reykjavíkurborgar í samræmi við umræðu fundarins.

    Fjölmenningarráð leggur fram svohljóðandi bókun:

    Fjölmenningarráð þakkar fulltrúum stýrihóps um alþjóðastefnu fyrir kynningu. 

    Hilmar Hildarson Magnúsarson og Svavar Jósefsson taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

    Fylgigögn

  3. Fram fer kynning á stefnu Borgarbókasafnsins 2021-2024. R21020052

    Dögg Sigmarsdóttir og Martyna Karolina Daniel teka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

    Fylgigögn

  4. Kynning á verkefninu PaCE Populism and Civic Engagement. R20060045
    Frestað.

    Fylgigögn

Fundi slitið klukkan 17:08

Sabine Leskopf

PDF útgáfa fundargerðar
fjolmenningarrad_1102.pdf