Fjölmenningarráð
Ár 2020, mánudaginn 23. nóvember, var haldinn 37. fundur Fjölmenningarráð. Fundurinn var haldinn í fjarfundur og hófst klukkan 15:02. Viðstödd voru Sabine Leskopf, Renata Emilsson Peskova, Tui Hirv, Nichole Leigh Mosty, Egill Þór Jónsson. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Anna Kristinsdóttir og Joanna Marcinkowska sem ritaði fundargerð
Þetta gerðist:
-
Lagt fram bréf til nefnda og ráða Reykjavíkurborgar frá skrifstofu borgarstjórnar dags. 6. nóvember 2020, um samþykkt borgarráðs á tillögu um heimildir til frávika frá skilyrðum sveitastjórnarlaga vegna neyðarástands í sveitarfélögum – notkun fjarfundarbúnaðar. R18060129.
Fylgigögn
-
Fram fer kynning á stöðu flóttafólks í Reykjavík.
Fjölmenningarráð leggur fram svohljóðandi bókun:
Fjölmenningarráð þakkar fyrir fróðlega kynningu um stöðu flóttafólks í Reykjavík og gífurlega metnaðarfullt starf í þessum málaflokki hjá Velferðarsviði. Þar starfa nú 15 félagsráðgjafar sem sinna þeim hópi sem fengið hafa alþjóðlega vernd án þess að sérstakur stuðningur komi frá ríkinu. Ráðið styður viðræður Reykjavíkurborgar við Félagsmálaráðuneytið vegna þátttöku í reynsluverkefni um móttöku, aðstoð og þjónustu við fólk sem hlotið hefur alþjóðlega vernd á Íslandi. Ráðið telur að sérstaklega þurfi að huga að börnum í þessum hópi. Ráðið hefur einnig áhuga á að taka virkan þátt í mótun velferðastefnunnar sem nú er yfirstandandi.
Regína Ásvaldsdóttir, Edda Ólafsdóttir og Sigþrúður Erla Arnardóttir frá Velferðarsviði Reykjavíkurborgar taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundabúnaði.
Fylgigögn
-
Fram fer kynning á tilraunaverkefni Frístundir í Breiðholti.
Óskar Dýrmundur Ólafsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundabúnaði.
- Kl. 16:10 víkur Egill Þór Jónsson af fundi.
Fylgigögn
-
Fram fer kynning á samantekt Reykjavíkurborgar um innflytjendur og Covid19.
Fjölmenningarráð leggur fram svohljóðandi bókun:
Fjölmenningarráð fagnar því að þessi samantekt liggi fyrir um aðgerðir tengdar Covid19.
Skjalið inniheldur helstu breytingar í þjónustuveitingu sem og hvernig þjónusta var aðlöguð miðað við þarfir innflytjenda í borginni. Ráðið þakkar þeim sérfræðingahópi innflytjenda sem starfa hjá Reykjavíkurborg og enginn vafi er um það að þeirra framlag lyfti grettistaki í þeirri áskorun að ná til þessara hópa.
Fylgigögn
-
Lögð fram bréf umhverfis og – skipulagssvið með beiðni um umsögn breytingum á aðalskipulaginu, einkum varðandi stefnu um íbúðarbyggð til ársins 2040.
Fjölmenningarráð leggur fram svohljóðandi bókun:
Fjölmenningarráðs felur formanni ráðsins og Mannréttinda og lýðræðisskrifstofu að útbúa umsögn um breytingum á aðalskipulaginu, einkum varðandi stefnu um íbúðarbyggð til ársins 2040 í samræmi við umræðu á fundinum.
Fylgigögn
-
Lögð fram umsögn fjölmenningarráðs um tillögu til þingsályktunar um aukin atvinnuréttindi útlendinga, 48. mál.
Samþykkt.Fylgigögn
Fundi slitið klukkan 17:05
Sabine Leskopf
PDF útgáfa fundargerðar
fjolmenningarrad_2311.pdf