No translated content text
Fjölmenningarráð
Ár 2020, mánudaginn 19. október, var haldinn 36. fundur Fjölmenningarráð. Fundurinn var haldinn í Tjarnarbúð - fjarfundur og hófst klukkan 15:01. Viðstödd voru Sabine Leskopf, Hildur Björnsdóttir, Nichole Leigh Mosty, Tui Hirv, Renata Emilsson Peskova. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Anna Kristínsdóttir, Achola Otieno og Joanna Marcinkowska sem ritaði fundargerð
Þetta gerðist:
-
Fram fer kynning á verkefni unnið með flóttafólki, Rewriting Stories of War into Stories of Peace.
Fjölmenningarráð leggur fram svohljóðandi bókun:
Fjölmenningarráðið þakkar Hodu Thabet og Margréti Gísladóttur fyrir kynningu á þessu afar mikilvæga verkefni. Ráðið fagnar sérstaklega að hér fái flóttabörn á aldrinum frá 10 ára og eldri tækifæri að vinna úr erfiðleikum og valdeflast með skapandi skrif. Einnig er afar jákvætt að hér er líka unnið með foreldrum þessara barna, sem mörg hver eru ólæs, við að kenna þeim að lesa og skrifa. Slík verkefni eru stórt skref í að gefa þessum hópi gott veganesti í að verða virkir þátttakendur í íslenska samfélaginu.
Hoda Thabet og Margrét Gísladóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundabúnaði.
-
Fram fer kynning á starfsemi Reykjavík Ensemble International Theatre Company.
Fjölmenningarráð leggur fram svohljóðandi bókun:
Ráðið þakkar fulltrúum frá Reykjavík Ensemble fyrir afar fróðlega kynningu á þessu verkefni. Ráðið fagnar að borgin gerði hópinn að Listahópi Reykjavíkurborgarinnar fyrir árið 2020 sem undirstrikar stefnu borgarinnar að styrkja bæði þátttöku og sýnileika listamanna af erlendum uppruna í borginni. Þetta starf er svo sannarlega rós í hnappagatið fyrir menningarlíf borgarinnar og í anda fjölmenningaryfirlýsingar sem var samþykkt þann 17. september 2019. Þá samþykkti borgarstjórn Reykjavíkur fjölmenningaryfirlýsingu sem þar segir: “Við erum þakklát fyrir framlag innflytjenda í borgarlífinu. Við viljum gera þessu jákvæða framlagi innflytjenda hærra undir höfði. Við gerum okkur grein fyrir að fjölbreytileiki er undirstaða jákvæðrar þróunar.” Fjölmenningarráðið hlakkar til frekara samstarfs við Reykjavík Ensemble.
Ewa Marcinek og Pálína Jónsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundabúnaði.
-
Lagt fram minnisblað mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu dags. 5 október 2020, um stöðu og eftirliti með íbúðarhúsnæði í Reykjavík með tilliti til brunavarna. R20080089
Fjölmenningarráð leggur fram svohljóðandi bókun:
Ráðið þakkar Guðrúnu Elsu Tryggvadóttur, Andor Tibor, Hrólfi Jónssyni og Jóni Steinssyni fyrir áhrifamiklar kynningar. Ráðið hefur áður lýst yfir þungum áhyggjum yfir því að innflytjendur kunni að vera sérstaklega útsettir fyrir því að leita sér ekki aðstoðar ef húsnæði þeirra er á einhvern hátt ábótavant, t.d. eftirliti við brunavarnir. Með þessu samtali hefur verið staðfest að innflytjendur leita síður til yfirvalda með ábendingar um hættulegar aðstæður. Ástæður þessa eru bæði vantraust til yfirvalda sem og hræðsla við að verða heimilislaus. Ráðið tekur undir bókun og ályktunartillögu mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs frá 8. október 2020 en ítrekar að nauðsynlegt sé að bæta lagalega stöðu, samstarf milli ríkis, sveitarfélaga og verkalýðshreyfingu. Einnig að ábyrgðin sé hjá þessum aðilum að tryggja að innflytjendur eru vel upplýstir og byggja upp traust þeirra til að nýta þau úrræða sem þó standa til boða.
Guðrún Elsa Tryggvadóttir, Andor Tibor, Hrólfur Jónsson og Jón Steinsson taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundabúnaði.
Fylgigögn
-
Lögð fram bréf frá nefndarsviðs Alþingis dags. 15. október sl. með beiðni um umsögn um frumvarp til laga um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna, 14. mál.
Frestað.
Fylgigögn
-
Lögð fram bréf frá nefndarsviðs Alþingis dags. 15. október sl. með beiðni um umsögn um frumvarp til laga um stjórnsýslu jafnréttismála, 15. mál.
Frestað.
Fylgigögn
Fundi slitið klukkan 16:48
Sabine Leskopf Hildur Björnsdóttir
PDF útgáfa fundargerðar
fjolmenningarrad_1910.pdf