Fjölmenningarráð
Ár 2020, mánudaginn 17. ágúst, var haldinn 34. fundur Fjölmenningarráð. Fundurinn var haldinn í Tjarnarbúð og hófst klukkan 15:02. Viðstödd voru Sabine Leskopf, Tui Hirv, Renata Emilsson Peskova, Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir, Achola Otieno. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Anna Kristinsdóttir og Joanna Marcinkowska sem ritaði fundargerð
Þetta gerðist:
-
Lagt fram bréf til fagráða frá skrifstofu borgarstjórnar, dags. 13. ágúst 2020, um samþykkt borgarstjórnar á tillögu um framlengingu heimildir til frávika frá skilyrðum sveitastjórnarlaga vegna neyðarástands í sveitarfélögum – notkun fjarfundarbúnaðar. R18060129
Fylgigögn
-
Fram fer kynning um stöðu v/ óleyfisbúsetu í Reykjavík í tengslum við bruna á Bræðraborgarstíg.
Árný Sigurðardóttir framkvæmdastjóri og Friðsemd Rósa Magnúsdóttir deildastjóri hjá Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Fjölmenningarráð leggur fram svohljóðandi bókun:
Fjölmenningarráð hefur kynnt sér þær kringumstæður sem fylgja óleyfisbúsetu í borginni og áhættu sem getur fylgt slíkri búsetu. Þar er átt við bæði búseta sem snýr að byggingum, samþykktum og ósamþykktum, eða annarskonar búsetu t.d. bifreiðar og tjöld. Ráðið lýsir yfir þungum áhyggjum yfir því að innflytjendur kunni að vera sérstaklega útsettir fyrir því að leita sér ekki aðstoðar ef húsnæði þeirra er á einhvern hátt ábótavant, t.d. varðandi brunavarnir. Árið 2016 fengu fulltrúar heilbrigðiseftirlits fræðslu um mansal, einkenni þess og verkferla sem hefur gefið góða raun. Fjölmenningarráð hvetur aðilar innan borgarkerfisins sem koma að þessum málaflokki að bjóða starfsfólki í framlínu viðeigandi fræðslu eins og fræðslu um mansal eða fjölmenningarleg samskipti og þýða og koma á framfæri mikilvægu upplýsingaefni svo allir eigi aðgang að þeim úrræðum sem í boði eru.
-
Fram fer kynning á upplýsingargjöf til innflytjenda í Reykjavík vegna Covid-19.
Fjölmenningarráð leggur fram svohljóðandi bókun:
Fjölmenningarráðið telur að nú sem aldrei fyrr hafi verið eins mikilvægt að borgin standi sig vel í upplýsingagjöf til starfsmanna og aðra borgarbúa sem ekki skilja íslensku. Borgin stóð sig framar flestum öðrum opinberum aðilum nú í vor við að þýða upplýsingar vegna Covid 19. Það var ekki síst því að þakka að starfsmenn borgarinnar af erlendum uppruna lögðu sig fram við að aðstoða við þetta verkefni ofan á sín daglegu störf. Fjölmenningarráð telur hins vegar að sérstaklega nú þegar þessi reynsla er komin, þarf að setja bæði fjármagn og stöðugildi í þetta krefjandi starf. Upplýsingagjöf til fólks sem ekki hefur íslensku að móðurmáli krefst þýðinga, en einnig þekkingu á málefnum innflytjenda og stjórnsýslu borgarinnar og ekki síst sambönd inn í hópa innflytjenda sem oft eru með afar lítil tengsl inn í íslensk samfélag. Fjölmenningarráð telur þess vegna tímabært að ráða upplýsingafulltrúa sem talar fleiri tungumál en íslensku og ensku.
Bjarni Brynjólfsson upplýsingarstjóri Reykjavíkurborgar tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
- Kl. 16:03 tekur Renata Emilsson Peskova sæti á fundunum.
Fylgigögn
-
Fram fer umræða um umsögn fjölmenningarráðs um tillögu áheyrnarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands um stofnun innflytjendaráðs. R20070029
Fylgigögn
Fundi slitið klukkan 17:00
Sabine Leskopf Achola Otieno
Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir
PDF útgáfa fundargerðar
fjolmenningarrad_1708.pdf