Fjölmenningarráð - Fundur nr. 32

Fjölmenningarráð

Ár 2020, mánudaginn 18. maí, var haldinn 32. fundur Fjölmenningarráð. Fundurinn var haldinn í Tjarnarbúð og hófst klukkan 15:02. Viðstödd voru Sabine Leskopf, Hildur Björnsdóttir, Tui Hirv, Renata Emilsson Peskova, Shelagh Smith. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Anna Kristinsdóttir og Joanna Marcinkowska sem ritaði fundargerð

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram bréf til fagráða frá skrifstofu borgarstjórnar, dags. 21. apríl 2020, um samþykkt borgarstjórnar á tillögu um framlengingu heimildir til frávika frá skilyrðum sveitastjórnarlaga vegna neyðarástands í sveitarfélögum – notkun fjarfundarbúnaðar. R18060129

    Fylgigögn

  2. Fram fer kynning á vinnu við jafnréttismat aðgerða Reykjavíkurborgar vegna Covid-19.

    Fjölmenningarráð leggur fram svohljóðandi bókun:

    Fjölmenningarráðið hvetur öll sviðin að huga sérstaklega að áhrif aðgerða Reykjavíkurborgar vegna Covid-19 á innflytjendur. Nauðsynlegt er að jafna aðgengi innflytjenda að störfum og ekki síst ábyrgðarstörfum og störfum fyrir námsmenn af erlendum uppruna, sem eru í sérstaklega viðkvæmu stöðu núna. Ráðið mun kalla eftir upplýsingum á hlutfall innflytjenda að sumarstörfum hjá borginni.

    Freyja Barkadóttir, sérfræðingur kynjaðrar fjárhags- og starfsáætlunar fjármálaskrifstofu Reykjavíkurborgar tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

  3. Fram fer kynning á starfi sérfræðings fjölmenningaverkefna í borgarbókasafninu og verkefnastjóra borgarlegrar þátttöku.

    Martyna Daniel og Dögg Sigmarsdóttir frá borgarbókasafni taka sæti á fundinum undir þessum lið.

  4. Fram fer kynning á starfi umboðsmann borgarbúa.

    Ingi Poulsen umboðsmaður borgarbúa tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

Fundi slitið klukkan 16:46

Sabine Leskopf Hildur Björnsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
fjolmenningarrad_1805.pdf