Fjölmenningarráð - Fundur nr. 31

Fjölmenningarráð

Ár 2020, þriðjudaginn 7. apríl, var haldinn 31. fundur fjölmenningaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 15.03 . Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundabúnaði með vísan til heimilda í auglýsingu nr. 230/2020 um ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra skv. VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011: Sabine Leskopf, Hildur Björnsdóttir, Tui Hirv, Renata Emilsson Peskova, Shelagh Smith. Einnig Anna Kristinsdóttir sat fund með fjarfundarbúnaði. Joanna Marcinkowska ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram bréf til fagráða frá skrifstofu borgarstjórnar dags. 24. mars 2020, um samþykkt borgarstjórnar á tillögu um heimildir til frávika frá skilyrðum sveitastjórnarlaga vegna neyðarástands í sveitarfélögum – notkun fjarfundarbúnaðar.

    Fylgigögn

  2. Lagt fram bréf með tillögu mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs um upplýsingaþjónustu til fólks af erlendum uppruna.

    Fylgigögn

  3. Fram fer kynning á stöðu innflytjenda og upplýsingagjöf til innflytjenda í Reykjavík vegna COVID - 19.

    Dagbjört Ásbjörnsdóttir, Kriselle Lou Suson Jónsdóttir, Magdalena Elísabet Andrésdóttir og Saga Stephensen frá skóla- og frístundasviði taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði. 

    Sigþrúður Erla Arnardóttir frá velferðarsvið tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði. 

    Barbara Jean Kristvinsson frá mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu Reykjavíkurborgar tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

  4. Lagðar fram aðgerðir Reykjavíkurborgar í efnahagsmálum vegna COVID -19.

    Fjölmenningarráð leggur svohljóðandi bókun:

    Fjölmenningarráð leggur áherslu á að skoða sérstaklega við gerð jafnréttismats áhrif á íbúa og starfsfólk borgarinnar sem eru af erlendum uppruna vegna COVID-19 aðgerða sem Borgarráð samþykkti.

    Fylgigögn

Fundi slitið klukkan 16:37

Sabine Leskopf Hildur Björnsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
fjolmenningarrad_0704.pdf