Fjölmenningarráð - Fundur nr. 29

Fjölmenningarráð

Ár 2020, mánudaginn 20. janúar, var haldinn 29. fundur fjölmenningaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 15.03. Fundinn sátu Sabine Leskopf, Hildur Björnsdóttir, Tui Hirv, Nichole Leigh Mosty. Einnig sat fundinn Anna Kristinsdóttir og Joanna Marcinkowska sem var fundarritari. 

Þetta gerðist:

  1. Lagðar fram ábendingar og hugmyndir fjölmenningarráðs um framkvæmdaáætlum innflytjendamála fyrir árin 2020-2024 (R19120170). 

    -    Kl. 15:15 tekur Renata Emilsson Peskova sæti á fundinum.

    Fylgigögn

  2. Fram fer umræða um drög að Sóknaráætlun höfuðborgarsvæðisins 2020-2024 sem er aðgengilegt til umsagnar á Samráðsgáttinni – opna samráði stjórnvalda við almennings.

    Fjölmenningarráð leggur fram svohljóðandi bókun:

    Fjölmenningarráðið felur formanni að skila umsögn í nafni ráðsins um sóknaráætlun höfuðborgarsvæðisins í samræmi við umræðuna á fundinum.

    Fylgigögn

  3. Fram fer umræða um jafna stöðu flóttafólks og umsækjanda um alþjóðlega vernd.

    -    Kl. 15.45 víkur Nichole Leigh Mosty af fundi.

    Fylgigögn

  4. Fram fer umræða um skýrsluna Jafnrétti innflytjenda á atvinnumarkaði – Jafnir möguleikar innflytjenda til atvinnu hjá hinu opinbera sem kynnt var á opnum fundi mannréttinda, - nýsköpunar og lýðræðisráðs og fjölmenningarráðs þann 15. janúar 2020.

    Sigríður Þrúður Stefánsdóttir skrifstofustjóri skrifstofu Starfsþróunar – og starfsumhverfis Reykjavíkurborgar tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fjölmenningarráð leggur fram svohljóðandi bókun:

    Fjölmenningarráðið tekur undir að nauðsýnlegt er að afla gögnin um stöðu starfsfólks af erlendum uppruna í samræmi við Skýrslu um jafnrétti innflytjenda á atvinnumarkaði og möguleika innflytjenda til atvinnu innan stjórnsýslunnar. Ráðið hvetur jafnframt að borgin skoðar ofangreindar hugmyndir að aðgerðum og samþykkir að innleiða þær aðgerðir og breytingar sem þarf til þess að bæta aðgengi innflytjenda að ábyrgðarstörfum innan borgarkerfisins og möguleikar til starfsþróunar. Lykilsetning í fjölmenningaryfirlýsingunni sem borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti einróma þann 17. september sl. var „Við gerum okkur grein fyrir að fjölbreytileiki er undirstaða jákvæðrar þróunar.“ Hér er einstakt tækifæri að sýna það í verki.

    Fylgigögn

Fundi slitið klukkan 16:41

Sabine Leskopf Hildur Björnsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
fjolmenningarrad_2001.pdf