Fjölmenningarráð
Ár 2019, mánudaginn 18. nóvember, var haldinn 26. fundur fjölmenningaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 15.00. Fundinn sátu Sabine Leskopf, Hildur Björnsdóttir, Tui Hirv og Renata Emilsson Peskova. Einnig sat fundinn Joanna Marcinkowska sem var fundarritari.
Þetta gerðist:
-
Fram fer umræðan um framkvæmdaáætlun félagsmálaráðuneytis í málefnum innflytjenda fyrir árin 2020-2024.
Fjölmenningarráð leggur fram svohljóðandi bókun:
Fjölmenningarráðið felur formanni að skila umsögn í nafni ráðsins um framkvæmdaáætlun Félagsmálaráðuneytis í samræmi við umræðuna á fundinum.
-
Fram fer umræðan um drög á nýja íþróttastefnu Reykjavíkurborgar.
Fulltrúar stýrihóps um íþróttastefnu taka sæti á fundi undir þessum lið.
-
Lagt fram bréf frá skrifstofu borgarstjórnar dags. 6.september 2019 um kosningu fulltrúa í fjölmenningarráð (R18060104).
Fylgigögn
Fundi slitið klukkan 16:36
Sabine Leskopf Hildur Björnsdóttir