Fjölmenningarráð - Fundur nr. 24

Fjölmenningarráð

ÁÁr 2019, mánudaginn 21. október, var haldinn 24. fundur fjölmenningaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 15.01. Fundinn sátu Sabine Leskopf, Hildur Björnsdóttir, Shelagh Smith og Tui Hirv og áheyrnarfulltrúi Tamila Gámez Garcell. Einnig sat fundinn Joanna Marcinkowska sem var fundarritari.

Þetta gerðist:

  1. Fram fer kynning á unglingasmiðju Reykjavíkurborgar fyrir unglinga af erlendum uppruna (Intercultural Youth Centre).

    Juan Camilo Roman Estrada uppeldis- og meðferðaráðgjafi unglingasmiðju Reykjavíkurborgar tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  2. Fram fer kynning á móttökudeild skóla- og frístundasviðs fyrir börn umsækjenda um alþjóðlega vernd.

    Dagbjört Ásbjörnsdóttir verkefnastjóri skóla- og frístundasviðs tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

  3. Fram fer kynning á verkefninu TUFF Reykjavík, unnið í Breiðholti og Miðborg undir leiðsögn TUFF International.

    Óskar Dýrmundsson hverfisstjóri Breiðholts og Gerður Sveinsdóttir verkefnastjóri íþrótta- og tómstundasviðs taka sæti á fundinum undir þessum lið.

  4. Lögð fram til kynningar umsögn fjölmenningarráðs um leiðarvísi um stuðning við móðurmál og virkt fjöltyngi í skóla- og frístundastarfi.

    Fylgigögn

Fundi slitið klukkan 16:34

Sabine Leskopf Hildur Björnsdóttir