Fjölmenningarráð - Fundur nr. 23

Fjölmenningarráð

Ár 2019, fmánudaginn 16. september, var haldinn 23. fundur Fjölmenningarráð. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur, Tjarnarbúð og hófst klukkan 15:06. Viðstödd voru Sabine Leskopf, Alexander Witold Bogdanski, Renata Emilsson Peskova og Tui Hirv. Einnig sat fundinn Anna Kristinsdóttir. Fundarritari: Barbar Jean Kristvinsson.

Þetta gerðist:

  1. Kynning á verkefni Intercultural Youth Center.

    Frestað.

  2. Fram fer kynning á skýrslu starfshópsins menntamálaráðuneytis um Leiðarvísir um stuðning við móðurmál og virkt fjöltyngi í skóla- og frístundastarfi. Renata Emilsson Peskova kynnir skýrslu fyrir ráðið.

    Fjölmenningarráð leggur fram svohljóðandi bókun:

    Fjölmenningarráðið felur formanni að skila umsögn í nafni ráðsins á Leiðarvísir um stuðning við móðurmál og virkt fjöltyngi í samræmi við umræðuna á fundinum.

     

  3. Fram fer kynning á námskeið fyrir kennara sem kenna íslensku sem annað mál fyrir fullorðna. Renata Emilsson Peskova kynnir námskeið fyrir ráðið.

    Fylgigögn

  4. Fram fer kynning á nánari útfærslu tillögu fjölmenningarráðs um tilraunaverkefni um rafræna upplýsingagjöf. 

    Fylgigögn

  5. Fram fer kynning á mat á stöðu aðgerða vegna launasetningu erlendra starfsmanna.

    Fylgigögn

Fundi slitið klukkan 16:35

Sabine Leskopf