Fjölmenningarráð
Ár 2019, mánudaginn 19. ágúst, var haldinn 22. fundur Fjölmenningarráð. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur, Tjarnarbúð og hófst klukkan 15:38. Viðstödd voru Sabine Leskopf, Jórunn Pála Jónasdóttir, Nichole Leigh Mosty. Einnig sat fundinn mannréttindastjóri Reykjavíkurborgar Anna Kristinsdóttir. Fundarritari: Joanna Marcinkowska
Þetta gerðist:
-
Lögð fram skýrsla um niðurstöður Fjölmenningarþings 2018. Skýrsla var unnið hjá mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu.
- Kl. 15:42 tekur Renata Emilsson Peskova sæti á fundi.
Fylgigögn
-
Fram fer umræða um vetrarstarf fjölmenningarráðs.
-
Lagt fram minnisblað frá mannréttinda- og lýðræðisskrofstofu um yfirlýsingu Reykjavíkurborgar um fjölmenningu.
Fjölmenningarráð leggur svohljóðandi bókun:
Fjölmenningarráð hvetur borgarstjórn Reykjavíkur að senda frá sér skýra og áberandi yfirlýsingu þar sem lögð er áhersla á skuldbindingu borgarinnar við „interculturalisma“, þ.e. fjölbreytni, jafnrétti og samleik í borgarsamfélaginu. Í Reykjavík búa nú um 21 þúsund íbúar af erlendum uppruna og fer þeim sífellt fjölgandi. Mikilvægt er að Reykjavíkurborg sýni með afgerandi hætti stuðning sinn við fjölbreytni í borginni.
Borgin er m.a. aðili að verkefninu Intercultural Cities og það verkefni getur veitt Reykjavíkurborg mikinn stuðning í því að bæta sig frekar í þessum málaflokki.
Fylgigögn
-
Fram fer kynning á skýrslu um stöðu þjónustu Reykjavíkurborgar fyrir innflytjendur.
Marcin Pawelec nemi hjá mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu tekur sæti á fundi undir þessum liði.
Fjölmenningarráð leggur svohljóðandi bókun:
Fjölmenningarráð þakkar mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu og sér í lagi Marcin Pawelec fyrir vel unnið störf í framkvæmd þessara aðgerða. Fjölmenningarráðið hvetur Þjónustu og nýsköpunarsvið að fara vel yfir niðurstöður kannana og forgangsraða þýðingarverkefnum og úrbótum á upplýsingamiðlun. Fjölmenningarráðið óskar eftir að fylgjast svo með þessu ferli.
Fylgigögn
Fundi slitið klukkan 16:52
Sabine Leskopf