Fjölmenningarráð - Fundur nr. 21

Fjölmenningarráð

Ár 2019, miðvikudaginn 19. júní, var haldinn 21. fundur Fjölmenningarráð. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur, Tjarnarbúð og hófst klukkan 15:07. Viðstödd voru Sabine Leskopf, Jórunn Pála Jónasdóttir, Nichole Leigh Mosty, Kriselle Lou Suson Jónsdóttir. Einnig sat fundinn mannréttindastjóri Reykjavíkurborgar Anna Kristinsdóttir og Joanna Marcinkowska sem var fundarritari.

Þetta gerðist:

  1. Fram fer kynning um Intercultural Cities verkefni Evrópuráðs sem Reykjavíkurborg er þátttakandi í.

    Joanna Marcinkowska sérfræðingur innflytjendamála hjá mannréttinda- og lýðræðisskrifsofu kynnir verkefni.

    Fjölmenningarráð leggur fram svohljóðandi bókun:

    Fjölmenningarráðið þakkar fyrir greinargóða kynningu á verkefninu Intercultural Cities. Áframhaldandi þátttaka Reykjavíkurborgar er afar mikilvæg fyrir þróun borgarsamfélagsins og til að styðja starfsfólk borgarinnar í því að sinna sínu hlutverki í fjölbreyttu samfélagi. Ráðið tekur einnig undir mikilvægi þess að vinna að nýjum ICC indexi til að fá betri mynd af stöðu málefna innflytjenda í borginni. Hugmyndafræði á bak við ICC byggir að mörgu leyti á því að hverfa frá hugmyndum aðlögunar í að þróa samfélag sem einkennist af virkri þátttöku allra. Til þess að miðla hugmyndafræði ICC um fjölbreytt samfélag hvetur ráðið að farið verði sem allra fyrst í átak til þess að finna íslenskt hugtak yfir „Intercultural“.

    Fylgigögn

  2. Fram fer kynning um þjónustustefnu Reykjavíkurborgar og innleiðingu hennar en stefnan var samþykkt árið 2018.

    Arna Ýr Sævarsdóttir skrifstofustjóri þjónustuhönnunnar og Silja Lind Haraldsdóttir verkefnastjóri taka sæti á fundi undir þessum liði.

    Fylgigögn

  3. Fram fer kynning á fundi Inclusive integration Policy Lab í Helsinki sem fulltrúi mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu sótti í sl. maí. 

    Joanna Marcinkowska sérfræðingur innflytjendamála hjá mannréttinda- og lýðræðisskrifsofu kynnir verkefni.

    Fylgigögn

Fundi slitið klukkan 16:40

Sabine Leskopf