Fjölmenningarráð
Ár 2019, miðvikudaginn 19. júní, var haldinn 21. fundur Fjölmenningarráð. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur, Tjarnarbúð og hófst klukkan 15:07. Viðstödd voru Sabine Leskopf, Jórunn Pála Jónasdóttir, Nichole Leigh Mosty, Kriselle Lou Suson Jónsdóttir. Einnig sat fundinn mannréttindastjóri Reykjavíkurborgar Anna Kristinsdóttir og Joanna Marcinkowska sem var fundarritari.
Þetta gerðist:
-
Fram fer kynning um Intercultural Cities verkefni Evrópuráðs sem Reykjavíkurborg er þátttakandi í.
Joanna Marcinkowska sérfræðingur innflytjendamála hjá mannréttinda- og lýðræðisskrifsofu kynnir verkefni.
Fjölmenningarráð leggur fram svohljóðandi bókun:
Fjölmenningarráðið þakkar fyrir greinargóða kynningu á verkefninu Intercultural Cities. Áframhaldandi þátttaka Reykjavíkurborgar er afar mikilvæg fyrir þróun borgarsamfélagsins og til að styðja starfsfólk borgarinnar í því að sinna sínu hlutverki í fjölbreyttu samfélagi. Ráðið tekur einnig undir mikilvægi þess að vinna að nýjum ICC indexi til að fá betri mynd af stöðu málefna innflytjenda í borginni. Hugmyndafræði á bak við ICC byggir að mörgu leyti á því að hverfa frá hugmyndum aðlögunar í að þróa samfélag sem einkennist af virkri þátttöku allra. Til þess að miðla hugmyndafræði ICC um fjölbreytt samfélag hvetur ráðið að farið verði sem allra fyrst í átak til þess að finna íslenskt hugtak yfir „Intercultural“.
Fylgigögn
-
Fram fer kynning um þjónustustefnu Reykjavíkurborgar og innleiðingu hennar en stefnan var samþykkt árið 2018.
Arna Ýr Sævarsdóttir skrifstofustjóri þjónustuhönnunnar og Silja Lind Haraldsdóttir verkefnastjóri taka sæti á fundi undir þessum liði.
Fylgigögn
-
Fram fer kynning á fundi Inclusive integration Policy Lab í Helsinki sem fulltrúi mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu sótti í sl. maí.
Joanna Marcinkowska sérfræðingur innflytjendamála hjá mannréttinda- og lýðræðisskrifsofu kynnir verkefni.
Fylgigögn
Fundi slitið klukkan 16:40
Sabine Leskopf