Fjölmenningarráð - Fundur nr. 20

Fjölmenningarráð

Ár 2019, mánudaginn 20. maí, var haldinn 20. fundur Fjölmenningarráð. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur, Tjarnarbúð og hófst klukkan 15:06. Viðstödd voru Sabine Leskopf, Jórunn Pála Jónasdóttir, Tui Hirv. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Anna Kristinsdóttir og Joanna Marcinkowska sem ritaði fundargerð

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram umsögn fjölmenningarráðs um skýrslu starfshóps ÍTR, ÍBR og mannréttindaskrifstofu um fjölmenningarfræðslu. 

    Samþykkt.

      Fylgigögn

    1. Fram fer umræða á TUFF verkefni í Breiðholti og Miðborg, Hlíðar og Vesturbær.

      Frestað.

    2. Fram fer kynning og umræða um stöðu aðgerða stefnu Reykjavíkurborgar í málefnum innflytjenda, flóttafólks og umsækjenda um alþjóðlega vernd hjá velferðarsviði. (R19010329)

      Regina Ásvaldsdóttir sviðstjóri velferðarsvið, Irina S. Ogurtsova mannauðsráðgjafi velferðarsviðs og Edda Ólafsdóttir sérfræðingur í málefnum innflytjenda og flóttafólks skrifstofu velferðarsviðs Reykjavíkur taka sæti á fundinum undir þessum lið.

      -    Kl. 16:04 tekur Nichole Leigh Mosty sæti á fundinum.

      Fjölmenningarráð leggur fram svohljóðandi bókun:

      Fjölmenningarráð felur formanni ráðsins og Mannréttindaskrifstofu að útbúa umsögn um stefnu Reykjavíkurborgar í málefnum heimilislausra með miklar og flóknar stuðningsþarfir í samræmi við umræðu á fundinum.

      Fylgigögn

    Fundi slitið klukkan 16:40

    Sabine Leskopf