Fjölmenningarráð
FJÖLMENNINGARRÁÐ
Ár 2015, 18. mars var haldinn 2. fundur fjölmenningaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl.12.12. Fundinn sátu Tomasz Chrapek, Zoë Robert, Matthew Naiman, Marina de Quintanilha e Mendonça.
Einnig sátu fundinn Anna Kristinsdóttir og Joanna Marcinkowska sem var fundarritari.
Þetta gerðist:
1. Fram fer umræða um hvort notuð verður enska á þessum fundi fjölmenningarráðsins.
Samþykkt.
2. Fram fer kynning á skýrslu frá fulltrúum fyrri fjölmenningarráðs.
Juan Camilio Estrada og Aleksandra Chlipała taka sæti undir þessum lið.
- Kl. 12.19 tekur Björn Jón Bragason sæti á fundi.
3. Fram fer kynning á undirbúningi fyrir fjölmenningardag 2015, sem haldin verður 9.maí 2015. Jóna Vigdís Kristinsdóttir verkefnastjóri í Mannréttindaskrifstofu kynnir.
4. Fram fer kynning á verkefni Intercultural Cities – Fjölmenningarborgir sem Reykjavíkurborg tekur þátt í. Frestað til næsta fundar.
Fundi slitið kl. 13.03
Tomasz Chrapek
Zoë Roberts Matthew Naiman
Marina de Quintanilha e Mendonça Björn Jón Bragason