Fjölmenningarráð - Fundur nr. 18

Fjölmenningarráð

Ár 2019, mánudaginn 18. mars, var haldinn 18. fundur Fjölmenningarráð. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur, Tjarnarbúð og hófst klukkan 15:05. Viðstödd voru Sabine Leskopf, Jórunn Pála Jónasdóttir, Renata Emilsson Peskova, Nichole Leigh Mosty, Tui Hirv. Eftirtaldir gestir sátu fundinn: Sigrún Jónína Baldursdóttir , Dagbjört Ásbjörnsdóttir . Fundarritari: Joanna Marcinkowska

Þetta gerðist:

  1. Fram fer umræða um skipun fulltrúa í undirbúningshóp menningar- og ferðamálasvið fyrir hátíðarhöld 17.júni 2019.

    Fjölmenningarráð leggur fram svohljóðandi bókun:

    Fjölmenningarráðið samþykkir að skipa Joönnu Marcinkowska í starfshóp vegna undirbúnings 17. júní. Jafnframt verður lögð áhersla á náið samstarf við listafólk af erlendum uppruna og samtök innflytjenda.

  2. Fram fer kynning á niðurstöðum Fjölmenningarþings Reykjavíkurborgar 2018. 

    Fjölmenningarráð vísar niðurstöðum í undirbúningsvinnu fyrir sameiginlegan fund fjölmenningarráðs og borgarstjórnar.

    Fylgigögn

  3. Fram fer kynning á félagsvísi um innflytjendur hjá Hagstofu Íslands 2019.

    Fylgigögn

  4. Fram fer kynning um Miðja máls og læsis sem er verkefni á skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar.

    Sigrún Jónína Baldursdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  5. Fram fer kynning á niðurstöðum starfshóps um móttöku og aðlögun barna innflytjenda og flóttafólks í skóla- og frístundastarfi.

    Dagbjört Ásbjörnsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  6. Fram fer umræða um stöðu aðgerða í stefnu í málefnum innflytjenda hjá skóla- og frístundasviði

    Dagbjört Ásbjörnsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

Fundi slitið klukkan 16:31

Sabine Leskopf