Fjölmenningarráð - Fundur nr. 17

Fjölmenningarráð

Ár 2019, mánudaginn 18. febrúar, var haldinn 17. fundur Fjölmenningarráð. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur, Tjarnarbúð og hófst klukkan 15.03. Viðstödd voru Sabine Leskopf, Jórunn Pála Jónasdóttir, Renata Emilsson Peskova, Nichole Leigh Mosty, Tui Hirv. Eftirtaldir gestir sátu fundinn: Auður Björgvinsdóttir, Sara S. Öldudóttir, Jakobína Þórðardóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Anna Krístinsdóttir og Tómas Ingi Adolfsson sem ritaði fundargerð

Þetta gerðist:

  1. Fram fer umræða um stöðu aðgerða undir mannauðsskrifstofu í stefnu Reykjavíkurborgar um málefni innflytjenda, flóttafólks og umsækjenda um alþjóðlega vernd.

    Auður Björgvinsdóttir sérfræðingur á mannauðsdeild Reykjavíkurborgar tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Kl. 15:27 tekur Tamila Gámez Garcell sæti á fundi.

    Fylgigögn

  2. Fram fer kynning frá Eflingu og Sameyki um stöðu félagsmanna af erlendum uppruna. 

    Sara S. Öldudóttir sér¬fræðing¬ur hjá Eflingu og Jakobína Þórðardóttir framkvæmdastjóri Sameyki taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  3. Fram fer umræða um tillögu fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, dags. 29.1.2019, í menningar-, íþrótta- og tómstundaráði um fjölmenningarhátíð. 

    Fjölmenningarráð leggur fram svohljóðandi bókun:

    Fjölmenningarráð tekur undir með þeirri nálgun að mikilvægt er að styðja við þátttöku innflytjenda í almennum borgarhátíðum á borð við Menningarnótt. Ítarleg vinna við breytingar á fyrirkomulagi Fjölmenningardags stendur yfir um þessar mundir og þykir þess vegna rétt að vísa tillögunni inn í þessa yfirstandandi vinnu.

    Fylgigögn

  4. Fram fer umræða um umsögn um tillögu til þingsályktunar um mótun stefnu sem eflir fólk af erlendum uppruna til þátttöku í íslensku samfélagi.

    Fjölmenningarráð leggur fram svohljóðandi bókun:

    Fjölmenningarráð tekur undir umsögn mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar, sér í lagi að nauðsynlegt sé að horfa ávallt til gagnkvæmrar aðlögunar í allri stefnumótun um málefni innflytjenda. Sérstaklega vill ráðið benda á nauðsyn þess að efla þjónustu ríkis við innflytjendur á höfuðborgarsvæðinu þar sem fjölmennasti hluti innflytjenda á Íslandi býr.

    Fylgigögn

Fundi slitið klukkan 16:37

Sabine Leskopf