Fjölmenningarráð - Fundur nr. 16

Fjölmenningarráð

Ár 2019, mánudaginn 21. janúar, var haldinn 16. fundur Fjölmenningarráð. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur, Tjarnarbúð og hófst klukkan 15:03. Viðstödd voru Sabine Leskopf, Jórunn Pála Jónasdóttir, Renata Emilsson Peskova, Tui Hirv, Nichole Leigh Mosty. Eftirtaldir gestir sátu fundinn: Linda Rós Alfreðdóttir, Elín Oddný Sigurðardóttir, Halldóra Dröfn Gunnarsdóttir. Fundarritari: Joanna Marcinkowska

Þetta gerðist:

  1. Fram fer umræða um þýðingu stefnu Reykjavíkurborgar um málefni innflytjenda, flóttafólks og umsækjanda um alþjóðalegan vernd.

    -    Kl. 15:08 tekur Nichole Leigh Mosty sæti á fundi.

    Fjölmenningarráð leggur fram svohljóðandi bókun:

    Fjölmenningarráð þakkar Elínu Oddnýju Sigurðardóttur, formanni styrihópsins um stefnumótun í málefnum innflytjenda og flóttafólks, fyrir uppbyggilegt samtal og góðar tillögur. Ráðið tekur sérstaklega undir að nauðsynlegt er að gera Stefnu Reykjavíkurborgar í málefnum innflytjenda, flóttafólks og umsækjenda um alþjóðlega vernd sem samþykkt var í borgarstjórn þann 10. apríl 2018, aðgengilega fyrir þann stóra hóp innflytjenda sem ekki hefur nægilega vald á íslensku með því að þýða stefnuna eða hluta hennar. Ráðið beinir því til Mannréttinda- og lýðræðisráðs Reykjavíkurborgar að fela Mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar að útfæra þessa tillögu. Almennt mælir Fjölmenningarráðið einnig með því að huga að markvissari úrvinnslu á textum áður en þeir eru sendir í þýðingu til að þeir gagnist sem best markhópnum og fjármunir nýtist einnig sem best.

    Elín Oddný Sigurðardóttir tekur sæti á fundinum undir þessum liði.

  2. Fram fer kynning frá Velferðarráðuneyti um móttöku flóttafólka, en skyrsla um samræmda móttöku flóttafólks á Íslandi var kynnt af félags- og barnamálaráðherra þann 17.janúar sl.

    Fjölmenningarráð leggur fram svohljóðandi bókun:

    Fjölmenningarráð fagnar samræmingu í móttöku flóttafólks óháð því með hvaða hætti fólkið hefur komið til landsins og einnig lengra eftirfylgni á vegum ríkisins enda hafa sveitarfélögin lengi kallað eftir þessu. Ráðið leggur áherslu á að sveitarfélög fái greiðslur frá ríkinu til þess að standa undir kostnaði við móttöku og aðlögun á samningstímanum. Nauðsynlegt er einnig að nýta sér reynslu sveitarfélaganna í þessum málaflokki, sem dæmi má benda sérstaklega á niðurstöður skýrslu starfshóps um móttöku og aðlögun barna innflytjenda og barna af erlendum uppruna sem kynnt var í skóla- og frístundaráði þann 25. september 2018. Það málefni sem ráðið telur helst að nánar þurfi að útfæra ferla og fyrirkomulag vegna flóttafólks sem kýs að þiggja ekki tilboð móttökusveitarfélagsins svo ekki skapist sama staða eins og núna er varðandi fólk sem kom á eigin vegum en fær stöðu flóttafólks.

    Linda Rós Alfreðsdóttir sérfræðingur í Velferðarráðuneytinu tekur sæti á fundinum undir þessum liði.

    Fylgigögn

  3. Fram fer kynning á verkefninu frá Kristjansand í Noregi En by for alle.

    Fjölmenningarráð leggur fram svohljóðandi bókun:

    Fjölmenningarráð þakkar Halldóru Dröfn Gunnarsdóttur fyrir kynningu á verkefninu En by for alle og hvetur til þess að þróa verkefni áfram og laga að þörfum Reykjavíkur. Ráðið tekur undir nálgun verkefnisins um margbreytileika í samfélaginu í heild sinni. 

    Halldóra Dröfn Gunnarsdóttir félagsráðgjafi og verkefnastjóri í Mannréttindaskrifstofu tekur sæti á fundinum undir þessum liði.

    Fylgigögn

  4. Fram fer umræða um starfsáætlun Fjölmenningarráðs 2019. 

    Fylgigögn

  5. Fram fer kynning á fundi vegna International Migrants Day í Barcelona sem formaður fjölmenningarráðs sótti sl. desember.

    Fylgigögn

Fundi slitið klukkan 16:51

Sabine Leskopf