Fjölmenningarráð
Ár 2018, miðvikudaginn 5. september, var haldinn 14. fundur fjölmenningaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl.15.03. Fundinn sátu Sabine Leskopf, Örn Þórðarson, Herianty Novita Seiler, Tamila Gámez Garcell. Einnig sátu fundinn Anna Kristinsdóttir og Joanna Marcinkowska sem var fundarritari.
Þetta gerðist:
-
Lagt fram bréf frá skrifstofu borgarstjórar dags. 19.júní 2018 um kosningu fulltrúa í fjölmenningarráð R18060104.
Fylgigögn
-
Fram fer kynning á nýjum fulltrúum fjölmenningarráðs.
-
Fram fer kynning á nýjum fulltrúum fjölmenningarráðs.
Frestað.
-
Lögð fram drög að umsögn um breytingu á samþykktum fjölmenningarráðs.
Samþykkt.
Vísað til forsætisnefndar.Fylgigögn
-
Fram fer umræða um Fjölmenningardag Reykjavíkurborgar.
Mannréttindaskrifstofu falið að hefja undirbúning af viðburði sem endurspeglar margbreytileika samfélagsins í Reykjavík í anda viðburða í Kristiansand í Noregi. Ákvörðunin verður kynnt mannréttinda- og lýðræðisráði. R18030105.Fylgigögn
-
Fram fer kynning á stefnu Reykjavíkurborgar í málefnum innflytjenda, flóttafólks og umsækjenda um alþjóðalega vernd 2018-2022.
Fylgigögn
-
Fram fer umræða um Fjölmenningarþing Reykjavíkurborgar sem haldið verður þann 17.nóvember 2018 R17020029.
Fjölmenningarráð leggur fram svohljóðandi bókun:
Fjölmenningarráðið fagnar að Fjölmenningarþingið mun leggja áherslu á kynbundið ofbeldi, börn af erlendum uppruna og stöðu starfsfólks Reykjavíkurborgar sem eru af erlendum uppruna. Ráðið mun taka virkan þátt í undirbúning þingsins og hvetur borgarfulltrúa og fulltrúa sviðanna til þátttöku í þessu uppbyggilega samtali.
Fylgigögn
Fundi slitið klukkan 16:20
Sabine Leskopf