Fjölmenningarráð - Fundur nr. 12

Fjölmenningarráð

Ár 2018, miðvikudaginn 17. janúar, var haldinn 12. fundur fjölmenningaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 15.03. Fundinn sátu Tomasz Chrapek, Grazyna Okuniewska, Herianty Novita Seiler, Tami la Gámez Garcel, Katarzyna Lukosek. Einnig sátu fundinn Anna Kristinsdóttir og Joanna Marcinkowska sem var fundarritari. 

Þetta gerðist:

1.    Fram fer kynning frá Móðurmál –samtakana um tvítyngdi. 

Renata Peskova, formaður samtakana, tekur sæti á fundinum undir þessum liði.

2.    Lögð fram drög að tillögu vegna breytingu á fyrirkomulagi Fjölmenningardags Reykjavíkurborgar. 

Fjölmenningarráð skilar umsögn um tillögu fyrir 23. janúar.

3.    Fram fer umræða um dagskrá opins fundar fjölmenningarráðs og borgarstjórnar en fundurinn verður haldinn þann 30. janúar 2018 í Ráðhúsi Reykjavíkur.

4.    Fram fer umræða um regnhlífasamtök fyrir félagasamtök innflytjenda. 

5.    Fram fer umræða um OSCE ráðstefnu sem formaður  fjölmenningarráðs sótti í Brussel. 

6.    Lögð fram umsögn fjölmenningarráðs um Lýðræðisstefnu Reykjavíkurborgar.

Samþykkt.

Fundi slitið kl. 16.31 

Tomasz Chrapek

Herianty Novita Seiler    Tamila Gámez Garcel

Katarzyna Lukosek    Grazyna Okuniewska