Fjölmenningarráð - Fundur nr. 10

Fjölmenningarráð

Ár 2017, miðvikudagurinn 3. maí, var haldinn 10. fundur fjölmenningaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl.12.09. Fundinn sátu Tomasz Chrapek, Herianty Novita Seiler, Tami la Gámez Garcel, Katarzyna Lukosek. Einnig sátu fundinn Anna Kristinsdóttir og Joanna Marcinkowska sem var fundarritari.

Þetta gerðist:

1. Fram fer kynning á nýjum fulltrúum fjölmenningarráðs.

2. Lagt til að Herianty Novita Seiler verði skipaður varaformaður ráðsins.

Samþykkt.

3. Fram fer umræða um aðkomu fjölmenningarráðs á Fjölmenningardegi 2017, en fjölmenningardagurinn Reykjavíkurborgar verður haldinn 27. maí nk. í Hörpu.

4. Fram fer umræða um framkvæmdaráætlun nýja fjölmenningarráðs.

Fundi slitið kl. 13.06

Tomasz Chrapek

Herianty Novita Seiler Tami la Gámez Garcel

Katarzyna Lukosek