Fjölmenningarráð - Fundur nr. 1

Fjölmenningarráð

Ár 2015, miðvikudaginn 25. febrúar, var haldinn 1. fundur fjölmenningaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl.12.06. Fundinn sátu Tomasz Chrapek, Zoë Roberts, Paul Fontaine, Marina de Quintanilha e Mendonça og Björn Jón Bragason. Einnig sátu fundinn: Anna Kristinsdóttir, Helga Björk Laxdal og Joanna Marcinkowska sem var fundarritari.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 18. desember 2014 þar sem fram kemur að á samþykkt fjölmenningarráðs hafi verið samþykkt á fundi borgarstjórnar þann 16. desember sl. Einnig er lögð fram samþykkt fjölmenningarráðs.

Samþykkt að boða fulltrúa fyrri fjölmenningarráðs á næsta fund ráðsins sem boðaður verður 18. mars nk., til að kynna skýrslu ráðsins.

2. Lagt er til að Marina de Quintanilha e Mendonça verði skipaður varaformaður ráðsins til eins árs.

Samþykkt.

3. Fram fer umræða um fundartíma fjölmenningarráðs og fyrirkomulag opins fundar með borgarstjórn.

4. Fram fer umræða um aðkomu fjölmenningarráðs að viðburðum Reykjavíkurborgar vegna 100 ára afmælis kosningaréttar kvenna.

5. Fram fer umræða um Fjölmenningardaginn sem haldinn verður 9. maí. nk.

Fundi slitið kl. 13.50

Tomasz Chrapek

Zoë Roberts Paul Fontaine

Marina de Quintanilha e Mendonça Björn Jón Bragason