Ferlinefnd fatlaðs fólks
Ár 2015, fimmtudaginn 26. mars, var haldinn 9. fundur ferlinefndar fatlaðs fólks. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 11:35. Fundinn sátu: Kristín Soffía Jónsdóttir, Arnar Helgi Lárusson, Lilja Sveinsdóttir og Bryndís Snæbjörnsdóttir. Fundinn sátu einnig eftirtaldir starfsmenn: Magnús Haraldsson og Tómas Ingi Adolfsson, sem einnig var fundarritari.
Þetta gerðist:
1. Lögð er fram tillaga umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 19.3.2015, að breytingu á bílastæðum við Borgartún 6.
Stefán Agnar Finnsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Ferlinefnd leggur fram svohljóðandi bókun:
Ferlinefnd fagnar framlögðum breytingum sem munu bæta aðgengi og auka öryggi.
2. Lögð er fram drög frá umhverfis- og skipulagssviði, ódags., að hönnun Grensásvegar.
Stefán Agnar Finnsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Ferlinefnd leggur fram svohljóðandi bókun:
Ferlinefnd óskar eftir því að fá útboðslýsingu framkvæmdarinnar við Grensásveg til umsagnar.
3. Lögð er fram tillaga frá umhverfis- og skipulagssviði, dags. 25.3.2015, að bílastæðum fyrir hreyfihamlaða við Hitt húsið.
Stefán Agnar Finnsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Ferlinefnd leggur fram svohljóðandi bókun:
Ferlinefnd leggur áherslu á að frágangur verði með þeim hætti að kantar og götugögn hamli ekki aðgengi að stæðunum.
Fundi slitið kl. 12:23
Kristín Soffía Jónsdóttir
Arnar Helgi Lárusson Bryndís Snæbjörnsdóttir
Lilja Sveinsdóttir