No translated content text
Ferlinefnd fatlaðs fólks
Ár 2015, fimmtudaginn 19. mars, var haldinn 8. fundur ferlinefndar fatlaðs fólks. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 11:33. Fundinn sátu: Kristín Soffía Jónsdóttir, Ragnheiður Gunnarsdóttir, Ragnhildur Guðmundsdóttir, Arnar Helgi Lárusson, Heiðdís Dögg Eiríksdóttir, Lilja Sveinsdóttir og Bryndís Snæbjörnsdóttir. Fundinn sátu einnig eftirtaldir starfsmenn: Anna Kristinsdóttir, Magnús Haraldsson og Tómas Ingi Adolfsson, sem einnig var fundarritari.
Þetta gerðist:
1. Fram fer umræða um bílastæðamál við Breiðholtslaug.
Fulltrúa umhverfis- og skipulagssviðs falið að finna einfalda lausn á stæði fyrir hreyfihamlaða við inngang Breiðholtslaugar.
Samþykkt.
2. Lögð fram greinargerð frá Heimili kvikmyndanna, dags. 9.3.2015, um aðgengi fólks í hjólastólum í Bíó Paradís.
Ferlinefnd leggur fram svohljóðandi bókun:
Ferlinefnd þakkar fyrir greinargerð frá fulltrúum Bíó Paradísar og óskar eftir að fá að fylgjast með framgangi málsins.
3. Lagt fram svar frá umhverfis- og skipulagssviði, dags. 4.2.2015, við bókun ferlinefndar, dags. 15.1.2015, um vetrarþjónustu í Reykjavík.
4. Lögð fram greinargerð frá Hornsteinum arkitektum ehf., dags. 25.2.2015, varðandi aðgengi að aðalinngangi í Háaleitisskóla.
Fulltrúa umhverfis- og skipulagssviðs falið að vinna málið áfram.
Samþykkt.
Ragnhildur Guðmundsdóttir víkur af fundi kl. 11:54.
5. Lagt fram svar borgarráðs, dags. 19.2.2015, vegna bókunar ferlinefndar, dags. 5.2.2015, varðandi gerð staðals fyrir aðgengi fatlaðs fólks að ferðaþjónustu.
6. Lögð fram bókun mannréttindaráðs, dags. 10.3.2015, vegna kynningar á störfum ferlinefndar í mannréttindaráði.
Fundi slitið kl. 12:15
Kristín Soffía Jónsdóttir
Arnar Helgi Lárusson Ragnheiður Gunnarsdóttir
Lilja Sveinsdóttir Bryndís Snæbjörnsdóttir
Ragnhildur Guðmundsdóttir Heiðdís Dögg Eiríksdóttir