Ferlinefnd fatlaðs fólks
Ár 2015, fimmtudaginn 19. febrúar, var haldinn 7. fundur ferlinefndar fatlaðs fólks. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 11:30. Fundinn sátu: Kristín Soffía Jónsdóttir, Ragnheiður Gunnarsdóttir, Ragnhildur Guðmundsdóttir, Arnar Helgi Lárusson, Lilja Sveinsdóttir og Bryndís Snæbjörnsdóttir. Fundinn sátu einnig eftirtaldir starfsmenn: Anna Kristinsdóttir, Magnús Haraldsson og Tómas Ingi Adolfsson, sem einnig var fundarritari.
Þetta gerðist:
1. Fram fer kynning á ferlimálum blindra og sjónskertra.
Vala Jóna Garðarsdóttir kynnir.
2. Lagt fram erindi frá fulltrúa ÖBÍ, dags. 14.11.2014, varðandi aðgengismál við Hverfisgötu og Laugaveg.
Frestað.
3. Lagt fram bréf frá skóla- og frístundasviði, dags. 24.10.2014, varðandi breytingu á anddyri í Háaleitisskóla.
Fulltrúa umhverfis- og skipulagssviðs falið að vinna málið áfram.
Samþykkt.
4. Lagt fram bréf frá umhverfis- og skipulagssviði, dags. 27.1.2015, varðandi breytingar á salernisaðstöðu í bækistöðinni við Stórhöfða.
Lagt er til að 750 þúsund króna fjárheimild fari til verkefnisins frá ferlinefnd. Málið komi aftur til ferlinefndar áður en framkvæmdir hefjast.
Samþykkt.
5. Lagt fram bréf frá umhverfis- og skipulagssviði, dags. 27.1.2015, varðandi stigalyftu í færanlegar skólastofur í Sæmundarskóla.
Ferlinefnd leggur fram svohljóðandi bókun:
Ferlinefnd telur að lyfta sé ekki ásættanleg lausn. Mikilvægt er að hugað sé í upphafi að ferlimálum þegar farið er í að setja niður færanlegar kennslustofur. Leitað verði annars konar lausna og þær lagðar fyrir á næsta fundi ferlinefndar. Málið falið fulltrúa umhverfis- og skipulagssviðs.
Fundi slitið kl. 12:36
Kristín Soffía Jónsdóttir
Arnar Helgi Lárusson Ragnheiður Gunnarsdóttir
Lilja Sveinsdóttir Bryndís Snæbjörnsdóttir
Ragnhildur Guðmundsdóttir