Ferlinefnd fatlaðs fólks
Ár 2015, fimmtudaginn 5. febrúar, var haldinn 6. fundur ferlinefndar fatlaðs fólks. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 11:34. Fundinn sátu: Líf Magneudóttir, Ragnheiður Gunnarsdóttir, Arnar Helgi Lárusson, Heiðdís Dögg Eiríksdóttir, Lilja Sveinsdóttir og Bryndís Snæbjörnsdóttir. Fundinn sátu einnig eftirtaldir starfsmenn: Magnús Haraldsson og Tómas Ingi Adolfsson, sem einnig var fundarritari.
Þetta gerðist:
1. Fram fer kynning á NATA umsókn varðandi gerð staðals fyrir aðgengi fatlaðs fólks að ferðaþjónustu.
Birna Hreiðarsdóttir og Harpa Cilia Ingólfsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Ferlinefnd leggur fram svohljóðandi bókun:
Ferlinefndin hvetur borgarráð til að styðja umsókn í NATA og NORA sjóðinn svo unnt sé að vinna handbók og síðan staðla fyrir aðgengi fatlaðs fólks að ferðaþjónustu og ferðastöðum á höfuðborgarsvæðinu.
2. Fram fer kynning á viðbyggingu við Klettaskóla.
Einar Hjálmar Jónsson, Erla Gunnarsdóttir, Harpa Cilia Ingólfsdóttir og Garðar Guðnason taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Ferlinefnd leggur fram svohljóðandi bókun:
Ferlinefndin þakkar góða kynningu á viðbyggingu við Klettaskóla og væntir þess að skólinn verði fyrirmyndarbygging sem aðrir geta litið til við úrlausnir í ferlimálum í framtíðinni.
3. Lagt fram svar umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 12. janúar 2015, við fyrirspurn hverfisstjóra Breiðholts um ferlimál aldraðra við Hverfisgötu, dags. 18. nóvember 2014, ásamt meðfylgjandi gögnum.
Fulltrúa mannréttindaskrifstofu falið að fylgja málinu eftir og ganga úr skugga um að kantur gangstéttar við gangbraut sé ásættanlegur fyrir hreyfihamlaða og sjónskerta.
Fundi slitið kl. 12:36
Líf Magneudóttir
Arnar Helgi Lárusson Ragnheiður Gunnarsdóttir
Lilja Sveinsdóttir Bryndís Snæbjörnsdóttir
Heiðdís Dögg Eiríksdóttir