Ferlinefnd fatlaðs fólks - Fundur nr. 51

Ferlinefnd fatlaðs fólks

Ár 2018, fimmtudaginn 17. maí, var haldinn 51. fundur ferlinefndar fatlaðs fólks. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 11.40. Fundinn sátu: Magnús Már Guðmundsson, Lilja Sveinsdóttir, Ingólfur Már Magnússon og Bergur Þorri Benjamínsson. Fundinn sátu einnig Anna Kristinsdóttir og Tómas Ingi Adolfsson sem ritaði fundargerð. 

Þetta gerðist:

1.    Fram fer umræða um klefa í Sundhöll Reykjavíkur.

Logi Sigurfinnsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

2.    Fram fer umræða um stalla við Kjarvalsstaði. 

Ferlinefnd leggur fram svohljóðandi bókun:

Ferlinefnd þakkar hverfisráði Hlíða fyrir erindið og tekur undir með ráðinu að aðgengi fyrir notendur hjólastóla og annara hjálpartækja við nýja setstalla við Kjarvalsstaði verði bætt. Mikilvægt er að tryggja aðgengi fyrir alla að borginni og að í hönnun borgarrýmis sé stuðst við hugmyndafræði um algilda hönnun. Fram kemur í svari umhverfis- og skipulagssviðs að til standi í sumar að leggja stíga úr suðri frá göngustíg að torgssvæðinu. Ferlinefnd fagnar því en leggur jafnframt áherslu á að lagður verði aflíðandi stígur meðfram setstöllum að vestanverðu, úr suðri við Kjarvalsstaði.

3.    Fram fer umræða um samþykkt ferlinefndar.

Ferlinefnd samþykkir að samþykkt ferlinefndar verði tekin til endurskoðunar af forætisnefnd.

4.    Fram fer umræða um aðgengisstefnu Reykjavíkurborgar.

Fulltrúi Öryrkjabandalags Íslands, Bergur Þorri Benjamínsson, leggur fram svohljóðandi bókun:

Þann 1. mars 2016 lögðu borgarfulltrúar Samfylkingar, Bjartrar Framtíðar, Vinstri grænna og Pírata fram tillögu um heildstæða stefnu í aðgengismálum, í Borgarstjórn Reykjavíkur. Lagt var til að stofnaður yrði stýrihópur sem markaði skuli heildstæða stefnu um aðgengismál í Reykjavík. Í hópnum  myndu sitja fulltrúar úr mannréttindaráði, umhverfis- og skipulagsráði og ferlinefnd fatlaðs fólks en með hópnum inni starfsfólk frá mannréttindaskrifstofu, umhverfis og skipulagssviði og velferðarsviði. Starfshópurinn mynda skila niðurstöðum fyrir 1. desember 2016. Nú meira en 2 árum eftir að þessi tillaga var flutt bólar ekkert á niðurstöðu, er það mjög miður. 

    

Fundi slitið kl. 12.55

Magnús Már Guðmundsson

Bergur Þorri Benjamínsson     Ingólfur Már Magnússon

Lilja Sveinsdóttir