Ferlinefnd fatlaðs fólks - Fundur nr. 50

Ferlinefnd fatlaðs fólks

Ár 2018, fimmtudaginn 3. maí, var haldinn 50. fundur ferlinefndar fatlaðs fólks. Fundurinn var haldinn í húsnæði Blindrafélagsins og hófst kl. 11:34. Fundinn sátu: Sabine Leskopf, Bryndís Snæbjörnsdóttir, Lilja Sveinsdóttir og Ingólfur Már Magnússon. Fundinn sat einnig Tómas Ingi Adolfsson sem ritaði fundargerð. 

Þetta gerðist:

1.    Fram fer umfjöllun um starfsemi Blindrafélagsins.

Kristinn H. Einarsson og Sigþór Hallfreðsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.

-    Kl. 11.43 tekur Ragnheiður Gunnarsdóttir sæti á fundinum.

2.    Lagt er fram svar umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 12.4.2018, við bókun ferlinefndar, dags. 22.3.2018, um aðgengi að hleðslustöðvum fyrir rafbíla.

Ferlinefnd samþykkir að beina þeim tilmælum til umhverfis- og skipulagssviðs að upplýsingar um aðgengileg stæði fyrir hreyfihamlaða verði birtar á vef borgarinnar. Umhverfis- og skipulagssvið verði jafnframt hvatt til þess að útbúa aðgengileg hleðslustæði þar sem hægt er.

3.    Umfjöllun um samþykkt ferlinefndar.

Frestað.

4.    Lögð eru fram svör frá hverfisíþróttafélögum í borginni við fyrirspurn ferlinefndar um aðgengi að byggingum og aðstöðu félaganna.

Fundi slitið kl. 13:02

Sabine Leskopf

Ragnheiður Gunnarsdóttir     Bryndís Snæbjörnsdóttir

Lilja Sveinsdóttir    Ingólfur Már Magnússon