Ferlinefnd fatlaðs fólks - Fundur nr. 5

Ferlinefnd fatlaðs fólks

Ár 2015, fimmtudaginn 15. janúar, var haldinn 5. fundur ferlinefndar fatlaðs fólks. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 11:30. Fundinn sátu: Kristín Soffía Jónsdóttir, Arnar Helgi Lárusson, Heiðdís Dögg Eiríksdóttir, Lilja Sveinsdóttir, Ragnhildur Guðmundsdóttir og Bryndís Snæbjörnsdóttir. Fundinn sátu einnig eftirtaldir starfsmenn: Anna Kristinsdóttir, Magnús Haraldsson og Tómas Ingi Adolfsson, sem einnig var fundarritari. 

Þetta gerðist:

1. Fram fer kynning á aðgengisúttekt á Borgarbókasafninu í Spöng.

Harpa Cilia Ingólfsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

Lögð er fram úttekt á aðgengismálum í Borgarbókasafninu í Spöng.

Ferlinefnd leggur fram svohljóðandi bókun:

Mannréttindaskrifstofu er falið að senda úttektina ásamt greinargerð á MOF og SEA með ósk um viðbrögð og samstarf að úrbótum.

2. Fram fer umræða um bílastæðamál við félagsmiðstöðina Öskju, Borgartúni 6.

Lagðar eru fram myndir af bílastæðum við Borgartún 6.

Ferlinefnd leggur fram svohljóðandi bókun:

Mannréttindaskrifstofu falið að senda erindi til Bílastæðasjóðs og óska eftir auknu eftirliti með sérmerktum stæðum við Borgartún 6 vegna misnotkunar á þeim.

Erindi sent til Samgönguskrifstofu með ósk um að brugðist verði við því strax að bæta aðgeng fyrir skólabíla vegna aksturs á fötluðum nemendum til Öskju, félagsmiðstöðvar, Borgartúni 6.

3. Fram fer umræða um skráningu byggingafulltrúa á framkvæmdum vegna ferlimála.

Ferlinefnd leggur fram svohljóðandi bókun:

Lagt er til við embætti byggingafulltrúa að byggingaleyfisumsóknir sem snúa að ferlimálum verði merktar sérstaklega, hvort sem um er að ræða nýbyggingar eða breytingar á eldra húsnæði. Mikilvægt er að fá yfirlit yfir þróun aðgengismála og umsókna þeim tengdum, hvort sem umsóknirnar fái samþykki eður ei eða hvort undanþága frá skilyrðum um aðgengi er veitt.

4. Ábendingar vegna vetrarþjónustu.

Ferlinefnd leggur fram svohljóðandi bókun:

Vetrarþjónusta í borginni hefur batnað mikið á seinustu árum og eru gangstígar allajafna vel ruddir. En þó er víða pottur brotinn og ábendingar hafa borist vegna þess að snjóruðningstæki færi sig af gangstígum ef hindranir eru fyrir, líkt og rafmagnskassar eða ljósastaurar. Lagt er til að þessir staðir séu greindir og bætt úr með því að haga mokstri á annan hátt eða fjarlægja hindranirnar.

Fundi slitið kl. 12:36

Kristín Soffía Jónsdóttir

Arnar Helgi Lárusson Lilja Sveinsdóttir

Bryndís Snæbjörnsdóttir Heiðdís Dögg Eiríksdóttir

Ragnhildur Guðmundsdóttir