Ferlinefnd fatlaðs fólks - Fundur nr. 48

Ferlinefnd fatlaðs fólks

Ár 2018, fimmtudaginn 22. mars, var haldinn 48. fundur ferlinefndar fatlaðs fólks. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 11:30. Fundinn sátu: Magnús Már Guðmundsson, Bergur Þorri Benjamínsson, Bryndís Snæbjörnsdóttir, Ragnhildur G. Guðmundsdóttir, Ingólfur Már Magnússon og Lilja Sveinsdóttir. Fundinn sátu einnig Anna Kristinsdóttir og Tómas Ingi Adolfsson sem ritaði fundargerð. 

Þetta gerðist:

1.    Fram fer umræða um aðgengi fyrir alla að hleðslustöðvum fyrir rafbíla í Reykjavík.

Ársæll Jóhannsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

Ferlinefnd leggur fram svohljóðandi bókun:

Uppsetning hleðslustöðva fyrir rafbíla í borgarlandinu er mikilvægt og spennandi verkefni. Við val á staðsetningum stæðanna er mikilvægt að huga að aðgengi allra að þeim og tryggja þannig að minnsta kosti hluti stæðanna nýtist fólki með auknar aðgengisþarfir. Ferlinefnd harmar að af þeim 58 hleðslustæðum sem unnið er að uppsetningu á í borgarlandinu skuli einungis eitt þeirra vera aðgengilegt hreyfihömluðum og sérstaklega merkt þannig.

2.    Lagt fram erindi ferlinefndar, dags. 21.3.2018, til hverfisíþróttafélaga í Reykjavík með fyrirspurn um aðgengi að aðstöðu og húsnæði félaganna.

-    Kl. 12:16 víkur Bergur Þorri Benjamínsson af fundi.

3.    Lagt fram erindi ferlinefndar til Bílastæðasjóðs og umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 21.3.2018, með ósk um að leitað verði lausna til að tryggja aðgengi fyrir alla að bílakjallara Ráðhúss Reykjavíkur á opnunartíma hans.

4.    Fram fer umræða um ársskýrslu ferlinefndar 2017.

Ferlinefnd samþykkir að vísa skýrslunni til borgarráðs til kynningar.

5.    Fram fer umræða um samþykkt ferlinefndar.

6.    Lagt fram erindi Örnólfs Hall og Öryrkjabandalagsins, ódags., varðandi aðgengismál í Hörpunni.

Ferlinefnd samþykkir að vísa erindinu til framkvæmdastjóra Hörpunnar.

Fundi slitið kl. 12:41

Magnús Már Guðmundsson

Ingólfur Már Magnússon     Ragnhildur G. Guðmundsdóttir

Lilja Sveinsdóttir