Ferlinefnd fatlaðs fólks - Fundur nr. 47

Ferlinefnd fatlaðs fólks

Ár 2018, fimmtudaginn 8. mars, var haldinn 47. fundur ferlinefndar fatlaðs fólks. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 11.30. Fundinn sátu: Magnús Már Guðmundsson, Bergur Þorri Benjamínsson, Bryndís Snæbjörnsdóttir, Ragnheiður Gunnarsdóttir, Ingólfur Már Magnússon og Lilja Sveinsdóttir. Fundinn sátu einnig Anna Kristinsdóttir, Bragi Bergsson og Tómas Ingi Adolfsson sem ritaði fundargerð. 

Þetta gerðist:

1.    Lagt er fram bréf frá Öryrkjabandalagi Íslands, dags. 6. mars 2018, með tilkynningu um breytingu á fulltrúum Öryrkjabandalags Íslands í ferlinefnd.

2.    Fram fer umfjöllun um aðgengi að íþróttabyggingum í Reykjavík.

Ferlinefnd samþykkir að íþróttafélögum í Reykjavík verði sent erindi með fyrirspurn um aðgengi að íþróttamannvirkjum.

3.    Lögð eru fram drög að umsögn til borgarráðs, dags 7. mars 2018, vegna umsóknar Samtaka hernaðarandstæðinga um styrk úr borgarsjóði.

Samþykkt.

4.    Lagt er fram erindi frá Öryrkjabandalagi Íslands, dags. 19. febrúar 2018, vegna aðgengis að bílakjallara í Ráðhúsi Reykjavíkur.

Ferlinefnd samþykkir að umhverfis- og skipulagssviði verði sent erindi með fyrirspurn um hvernig tryggja eigi aðgengi fólks með hreyfihömlun að bílakjallara Ráðhússins eftir lokun hússins.

5.    Lagt er fram yfirlit yfir fjármagn til ferlimála árið 2017.

-    Kl. 12.36 víkur Bryndís Snæbjörnsdóttir af fundinum.

6.    Fram fer umfjöllun um grenndarstöð við Sogaveg.

7.    Fram fer umfjöllun um sjónauka við Eiðisgranda.

8.    Fram fer umfjöllun um aðgengismál í Safamýrarskóla.

9.    Fram fer umfjöllun um aðgengismál í Tjarnarbíó.

-    Kl. 13.13 víkur Ragnheiður Gunnarsdóttir af fundinum.

10.    Fram fer umfjöllun um Norwell líkamsræktartæki.

11.    Lögð er fram beiðni frá Fjölskyldugarðinum, ódags., um styrk vegna úrbóta í aðgengismálum í Fjölskyldugarðinum.

Samþykkt.

Fundi slitið kl. 13.14

Magnús Már Guðmundsson

Ingólfur Már Magnússon    Bergur Þorri Benjamínsson

Lilja Sveinsdóttir