Ferlinefnd fatlaðs fólks
Ár 2018, fimmtudaginn 8. febrúar, var haldinn 46. fundur ferlinefndar fatlaðs fólks. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 11.39. Fundinn sátu: Magnús Már Guðmundsson, Bryndís Snæbjörnsdóttir, Ragnheiður Gunnarsdóttir, Ragnhildur G. Guðmundsdóttir, Ingólfur Már Magnússon og Lilja Sveinsdóttir. Fundinn sátu einnig Anna Kristinsdóttir, Bragi Bergsson og Tómas Ingi Adolfsson sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Fram fer umfjöllun um uppsetningu á tónmöskvum í húsnæði á vegum Reykjavíkurborgar.
2. Fram fer umfjöllun um aðgengismál í sundlaugum borgarinnar.
3. Lögð eru fram drög, dags. 8.2.2018, að ársskýrslu ferlinefndar fyrir árið 2017.
4. Fram fer umfjöllun um aðgengisviðurkenningu Reykjavíkurborgar.
Fulltrúum mannréttindaskrifstofu falið að hefja undirbúning að veitingu viðurkenningarinnar, þar á meðal með því að óska eftir tilnefningum.
Ferlinefnd samþykkir að tilnefna Ingólf Má Magnússon og Lilju Sveinsdóttur í valnefnd fyrir hönd ferlinefndar.
Fundi slitið kl. 12.39
Magnús Már Guðmundsson
Ingólfur Már Magnússon Bryndís Snæbjörnsdóttir
Lilja Sveinsdóttir Ragnheiður Gunnarsdóttir
Ragnhildur G. Guðmundsdóttir