Ferlinefnd fatlaðs fólks - Fundur nr. 44

Ferlinefnd fatlaðs fólks

Ár 2018, fimmtudaginn 11. janúar, var haldinn 44. fundur ferlinefndar fatlaðs fólks. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 11.11. Fundinn sátu: Magnús Már Guðmundsson, Bryndís Snæbjörnsdóttir, Ragnheiður Gunnarsdóttir, Ragnhildur G. Guðmundsdóttir, Ingólfur Már Magnússon og Lilja Sveinsdóttir. Fundinn sátu einnig Anna Kristinsdóttir, Bragi Bergsson og Tómas Ingi Adolfsson sem ritaði fundargerð. 

Þetta gerðist:

1.    Fram fer umfjöllun um aðgengi að biðstöðvum Strætó.

Ferlinefnd leggur fram svohljóðandi bókun:

Ferlinefnd þakkar fulltrúum frá Strætó og skrifstofu samgöngustjóra fyrir komuna. Nefndin fagnar því að bæði Strætó og samgöngustjóri hafi haft bætt aðgengi að strætó og biðstöðvum til skoðunar. Ferlinefnd leggur áherslu á að aðgengi frá biðstöð og inn í vagn sé tryggt, að bekkir séu inni í öllum biðskýlum, að bekkjum verði komið við biðstöðvar þar sem það er hægt og að snjómokstur hindri ekki aðgengi að biðstöðvum. Huga þarf að þessum atriðum nú þegar útboð vegna biðskýla er að hefjast. Ferlinefnd óskar eftir því að það samkomulag sem til standi að gera um biðskýli að undangegnu útboði verði kynnt fyrir nefndinni áður en samkomulagið er undirritað.

Edda Ívarsdóttir og Jóhannes Svavar Rúnarsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.

-    Kl. 11.42 tekur Grétar Pétur Geirsson sæti á fundinum.

2.    Fram fer umfjöllun um hlutverk aðgengisfulltrúa út frá framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks 2017-2021.

Ferlinefnd leggur fram svohljóðandi bókun:

Ferlinefnd óskar eftir því að velferðarráðuneytinu verði send fyrirspurn vegna aðgerðar A3 í framkvæmdaáætlun um málefni fatlaðs fólks og snýr að hlutverki aðgengisfulltrúa. Ferlinefnd kallar eftir nánari upplýsingum um aðgerðina og hvernig hún yrði fjármögnuð og útfærð. Þá telur ferlinefnd mikilvægt að tengja slíkan aðgengisfulltrúa við þá stefnumótun sem nú stendur yfir hjá borginni og snýr að gerð aðgengisstefnu.

-    Kl. 11.55 víkur Ragnhildur G. Guðmundsdóttir af fundinum

Fundi slitið kl. 12.22

Magnús Már Guðmundsson

Ingólfur Már Magnússon    Bryndís Snæbjörnsdóttir 

Lilja Sveinsdóttir    Ragnheiður Gunnarsdóttir

Grétar Pétur Geirsson