Ferlinefnd fatlaðs fólks - Fundur nr. 42

Ferlinefnd fatlaðs fólks

Ár 2017, fimmtudaginn 7. desember, var haldinn 42. fundur ferlinefndar fatlaðs fólks. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 11.35. Fundinn sátu: Margrét Norðdahl, Bryndís Snæbjörnsdóttir, Ragnheiður Gunnarsdóttir, Ingólfur Már Magnússon,  Lilja Sveinsdóttir og Bergur Þorri Benjamínsson sem tók sæti á fundinum sem varafulltrúi. Fundinn sátu einnig Anna Kristinsdóttir, Bragi Bergsson og Tómas Ingi Adolfsson sem ritaði fundargerð. 

Þetta gerðist:

1.    Fram fer umfjöllun um bílastæði við Breiðholtslaug.

Ferlinefnd felur fulltrúa umhverfis- og skipulagssviðs að útbúa bílastæði fyrir fólk með hreyfihömlun norðan- og austanmegin við Breiðholtslaug sem og að útfæra upphitun á bílastæðunum.

2.    Fram fer umfjöllun um aðgengismál í Laugarnesskóla.

3.    Lögð er fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, ódags., að gerð bílastæðis fyrir fólk með hreyfihömlun við leikskólann Geislabaug.

Ferlinefnd samþykkir tillöguna og felur fulltrúa umhverfis- og skipulagssviðs jafnframt að kanna möguleika á því að útbúa annað P-merkt bílastæði til viðbótar við leikskólann.

4.    Lagðir eru fram uppdrættir, ódags., að sérklefum fyrir fatlað fólk í Árbæjarlaug og Vesturbæjarlaug.

Fulltrúa umhverfis- og skipulagssviðs falið að fullvinna uppdrátt inn á byggingaleyfisumsókn og láta kostnaðarmeta framkvæmdirnar.

Fulltrúa umhverfis- og skipulagssviðs falið að útbúa merkingu við aðgengilegan inngang að Vesturbæjarlaug.

Ferlinefnd leggur til að upplýsingar um aðgengismál verði uppfærðar á heimasíðu sundlauganna.

Samþykkt.

-    Kl. 12.27 víkur Bergur Þorri Benjamínsson af fundi.

5.    Fram fer umfjöllun um aðgengi að grenndargámum og endurvinnslustöðvum Sorpu.

Guðmundur Tryggvi Ólafsson og Eygerður Margrétardóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

Fundi slitið kl. 13.15

Margrét Norðdahl

Ingólfur Már Magnússon    Lilja Sveinsdóttir

Ragnheiður Gunnarsdóttir    Bryndís Snæbjörnsdóttir