No translated content text
Ferlinefnd fatlaðs fólks
Ár 2017, fimmtudaginn 23. nóvember, var haldinn 41. fundur ferlinefndar fatlaðs fólks. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 11.35. Fundinn sátu: Magnús Már Guðmundsson, Ragnhildur G. Guðmundsdóttir, Ingólfur Már Magnússon og Rósa María Hjörvar sem tók sæti á fundinum sem varamaður. Fundinn sátu einnig Ólafur Ólafsson, Bragi Bergsson og Tómas Ingi Adolfsson sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Fram fer kynning á aðgengisúttektum á Selásskóla og Langholtsskóla.
- Grétar Pétur Geirsson tekur sæti á fundinum kl. 11.48
- Ragnheiður Gunnarsdóttir tekur sæti á fundinum kl. 11.48
Berglind Hallgrímsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
2. Lögð er fram tillaga að gerð aðgengisúttekta á grunnskólum.
Fulltrúum umhverfis- og skipulagssviðs og mannréttindaskrifstofu falið að velja næstu skóla til að fá aðgengisúttektir.
3. Fram fer umfjöllun um vettvangsheimsókn í Sundhöll Reykjavíkur.
4. Fram fer umræða um aðgengismál í sundlaugum borgarinnar.
Fundi slitið kl. 12.52
Magnús Már Guðmundsson
Ingólfur Már Magnússon Rósa María Hjörvar
Ragnheiður Gunnarsdóttir Ragnhildur G. Guðmundsdóttir
Grétar Pétur Geirsson