Ferlinefnd fatlaðs fólks - Fundur nr. 4

Ferlinefnd fatlaðs fólks

Ár 2014, fimmtudaginn 18. desember, var haldinn 4. fundur ferlinefndar fatlaðs fólks. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 11:35. Fundinn sátu: Kristín Soffía Jónsdóttir, Ragnheiður Gunnarsdóttir, Arnar Helgi Lárusson, Lilja Sveinsdóttir og Bryndís Snæbjörnsdóttir. Fundinn sátu einnig eftirtaldir starfsmenn: Anna Kristinsdóttir, Magnús Haraldsson og Tómas Ingi Adolfsson, sem einnig var fundarritari. 

Þetta gerðist:

1. Fram fer kynning á úttekt á aðgengi í Breiðholtslaug.

Harpa Cilia Ingólfsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

Lögð er fram úttekt á aðgengismálum í Breiðholtslaug.

Úttektinni er vísað til umhverfis- og skipulagsráðs annars vegar og íþrótta-og tómstundaráðs hins vegar.

Óskað er eftir því að gerðar verði úrbætur á aðgengismálum í Breiðholtslaug.

Samþykkt.

2. Fram fer kynning á úttekt á aðgengi í Bíó Paradís. 

Harpa Cilia Ingólfsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

Lögð er fram úttekt á aðgengismálum í Bíó Paradís.

Ferlinefnd vísar úttekt á aðgengismálum í Bíó Paradís til borgarráðs með eftirfarandi bókun: Úttekt á Bíó Paradís leiðir skýrt í ljós að aðgengismál í núverandi húsnæði séu óviðunandi. Borgarráð hefur gert samning um rekstur Bíó Paradísar. Það er einróma álit ferlinefndar að rekstur í núverandi húsnæði í óbreyttri mynd er óásættanlegur þar sem aðgengi fyrir alla er ekki tryggt. 

Ferlinefnd óskar þess að borgarráð bregðist við erindinu.

Samþykkt.

3. Svör við fyrirspurnum fulltrúa Öryrkjabandalags Íslands um aðgengismál við Hverfisgötu og Laugaveg lögð fram.

A. Lögð fram svör byggingafulltrúa, dags. 11. desember 2014

B. Lögð fram svör samgöngudeildar, ódagsett.

C. Lögð fram svör gatnadeildar, dags. 16. desember 2014

Afgreiðslu á málinu frestað til næsta fundar.

4.    Lögð fram fyrirspurn frá fulltrúa Þroskahjálpar.

Fundi slitið kl. 12:58

Kristín Soffía Jónsdóttir

Ragnheiður Gunnarsdóttir Arnar Helgi Lárusson 

Lilja Sveinsdóttir Bryndís Snæbjörnsdóttir