No translated content text
Ferlinefnd fatlaðs fólks
Ár 2017, mánudaginn 16. október, var haldinn 38. fundur ferlinefndar fatlaðs fólks. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 13.41. Fundinn sátu: Margrét Norðdahl, Lilja Sveinsdóttir, Ragnhildur G. Guðmundsdóttir og Ingólfur Már Magnússon. Fundinn sátu einnig eftirtaldir starfsmenn: Anna Kristinsdóttir, Bragi Bergsson og Tómas Ingi Adolfsson sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Fram fer umfjöllun um aðgengisstefnu Reykjavíkurborgar.
2. Lagðar fram tillögur umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 16.10.2017, að úrbótum í aðgengismálum í sundlaugum borgarinnar.
Samþykkt.
3. Lagðar fram tillögur umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 16.10.2017, að uppsetningu skábrautar í Hólabrekkuskóla.
Samþykkt.
4. Fram fer umfjöllun um aðgengi að kjörstöðum.
Fundi slitið kl. 15.02
Margrét Norðdahl
Ingólfur Már Magnússon Lilja Sveinsdóttir
Ragnhildur G. Guðmundsdóttir