Ferlinefnd fatlaðs fólks
Ár 2017, mánudaginn 25. september, var haldinn 37. fundur ferlinefndar fatlaðs fólks. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 13.05. Fundinn sátu: Magnús Már Guðmundsson, Bryndís Snæbjörnsdóttir, Lilja Sveinsdóttir, Ragnhildur G. Guðmundsdóttir og Ingólfur Már Magnússon. Fundinn sátu einnig eftirtaldir starfsmenn: Anna Kristinsdóttir, Ólafur Ólafsson, Bragi Bergsson og Tómas Ingi Adolfsson sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Fram fer kynning á nýjum hleðslustöðvum fyrir rafmagnsbíla í Reykjavík.
Fulltrúum mannréttindaskrifstofu falið að semja erindi til viðeigandi aðila vegna skorts á aðgengi fyrir alla við þau stæði sem skilgreind eru við nýjar hleðslustöðvar.
Ársæll Jóhannsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
2. Lögð fram beiðni til ferlinefndar, ódags., frá skólastjóra Laugarnesskóla varðandi úrbætur í aðgengismálum í skólanum.
Samþykkt.
3. Lögð fram beiðni til ferlinefndar, ódags., frá skólastjóra Grandaskóla varðandi úrbætur í aðgengismálum í skólanum.
Samþykkt.
4. Lögð fram beiðni til ferlinefndar, ódags., frá skólastjóra Vogaskóla varðandi úrbætur í aðgengismálum í skólanum.
Samþykkt.
5. Lögð fram tillaga frá umhverfis- og skipulagssviði, dags. 22.9.2017, að málun og skiltun bílastæða fyrir fólk með hreyfihömlun við Fellaskóla.
Samþykkt.
6. Fram fer umfjöllun um gátlista umhverfis- og skipulagssviðs vegna aðgengismála.
7. Lögð fram dagskrá ferlinefndarfunda fram að áramótum.
Fundi slitið kl. 14.27
Magnús Már Guðmundsson
Ingólfur Már Magnússon Lilja Sveinsdóttir
Bryndís Snæbjörnsdóttir Ragnhildur G. Guðmundsdóttir