Ferlinefnd fatlaðs fólks - Fundur nr. 34

Ferlinefnd fatlaðs fólks

Ár 2017, fimmtudaginn  11. maí, var haldinn 34. fundur ferlinefndar fatlaðs fólks. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 11.35. Fundinn sátu: Magnús Már Guðmundsson, Lilja Sveinsdóttir, Ingólfur Már Magnússon og Ragnheiður Gunnarsdóttir. Bergur Þorri Benjamínsson tók sæti á fundinum sem varamaður. Fundinn sátu einnig eftirtaldir starfsmenn: Ólafur Ólafsson og Tómas Ingi Adolfsson sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Fram fer umfjöllun um ársskýrslu ferlinefndar 2016.

Ferlinefnd samþykkir að vísa skýrslunni til borgarráðs.

2. Fram fer kynning á framkvæmdum umhverfis- og skipulagssviðs vegna úrbóta á aðgengismálum í Vesturbæjarskóla.

Samþykkt.

3. Fram fer kynning á framkvæmdum umhverfis- og skipulagssviðs vegna rafmagnsopnanna á hurðum á Vesturgötu 7.

Samþykkt.

4. Fram fer kynning á framkvæmdum umhverfis- og skipulagssviðs vegna bílastæða fyrir fólk með hreyfihömlun við Vesturbæjarlaug.

Samþykkt.

5. Fram fer kynning á framkvæmdum umhverfis- og skipulagssviðs vegna bílastæða fyrir fólk með hreyfihömlun við leikskólann Hálsaskóg.

Samþykkt.

6. Fram fer kynning á framkvæmdum umhverfis- og skipulagssviðs vegna rafmagnsopnanna á hurðum á leikskólanum Múlaborg.

Samþykkt.

7. Fram fer kynning á uppsetningu djúpgáma við Freyjutorg.

Fundi slitið kl. 12.30

Magnús Már Guðmundsson

Bergur Þorri Benjamínsson Lilja Sveinsdóttir

Ragnheiður Gunnarsdóttir Ingólfur Már Magnússon